Fótbolti

Ragnar spilaði allan leikinn í sigri Rostov

Dagur Lárusson skrifar
Ragnar í baráttunni.
Ragnar í baráttunni. vísir/getty
Ragnar Sigurðsson og Björn Bergmann voru báðir í byrjunarliði Rostov sem tók á móti Rubin Kazan í rússnesku úrvalsdeildinni í dag.

 

Það var enginn Viðar Örn Kjartansson í liði Rostov í dag hinsvegar en hann er að glíma við meiðsli.

 

Fyrir leikinn voru bæði lið um miðja deild og gat Rostov komist upp fyrir Rubin Kazan með sigri. Það Roman Eremenko sem var maður leiksins í dag en hann skoraði bæði börk Rostov á síðustu tíu mínútum leiksins þegar allt stefndi í að leikurinn myndi enda með 0-0 jafntefli.

 

Ragnar spilaði allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá Rostov á meðan Björn var tekinn útaf á 66. mínútu. Með sigrinum komst Rostov í 29 stig og í sjötta sæti deildarinnar.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×