Enski boltinn

Valencia gæti farið til Arsenal

Dagur Lárusson skrifar
Antonio Valencia.
Antonio Valencia. vísir/getty
Antonio Valencia, leikmaður og fyrirliði Manchester United, gæti gengið til liðs við Arsenal eftir tímabilið eftir marka má orð umboðsmanns hans.

 

Antonio Valencia hefur ekki átt sjö dagana sæla á Old Trafford á þessari leiktíð og hefur lítið spilað og þegar hann hefur spilað hefur hann ekki heillað en samningur hans við félagið rennur út í sumar.

 

Umboðsmaðurinn hans segir að Valencia vilji nýjan kafla í sinn feril og Arsenal gæti verið næsti áfangastaður.

 

„Hann vill breytingu, hann vill anda nýju og ferskara lofti og félagið mun hvort sem er ekki endurnýja samning hans. Eins og allt annað í lífinu þá tekur þetta einnig enda.“

 

„Arsenal, West Ham, Inter Milan og eitt félag frá Kína eru allt raunhæfir áfangastaðir, en í fótbolta þá breytist allt svo fljótt,“ sagði umboðsmaðurinn eftir að hafa verið spurður út í mögulega áfangastaði.

 

„En framar öllu þá vill hann skrifa undir tveggja ára samning hvert sem hann fer. Hann er ekki að hugsa um peningana, hann vill einfaldlega fara til til sem vill berjast um mikilvæga hluti.“

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×