Fótbolti

Beckham neitar að útiloka það að fá Ronaldo eða Messi

Dagur Lárusson skrifar
David Beckham.
David Beckham. vísir/getty
David Beckham, fyrrum knattspyrnumaður, neitar að útiloka það að fá stórstjörnur á borð við Messi og Ronaldo til liðs við nýja MLS lið sitt Inter Miami.

 

Það hefur verið vitað í þó nokkurn tíma núna að Beckham er í því ferli að búa til nýtt knattspyrnulið í Bandaríkjunum og mun félagið heita Inter Miami. Búist er við því að liðið muni byrja að spyrja eftir um það bil ár, en ennþá á eftir að ganga frá mikilvægum málum eins og t.d. að ákveða hvar liðið mun spila.

 

Beckham er að sjálfsögðu vongóður varðandi þetta litla hliðar verkefni sitt og neitar að útiloka það að stórstjörnur á borð við Messi og Ronaldo gætu gengið til liðs við félagið.

 

„Þú veist aldrei hvað getur gerst í fótbolta,“ byrjaði Beckham á að segja.

 

„Það eiga allir sinn draumalista af leikmönnum sem þeir vilja. En ef þú horfir á það hvernig þeir tveir eru ennþá að spila, jafnvel núna undir lok ferla þeirra, að þá er erfitt að sjá þá hægja á sér.“

 

„Þeir eru ennþá að spila í svo miklum gæðum að það er erfitt að sjá þá yfirgefa félögin sem þeir eru hjá núna, en við sjáum til, maður veit aldrei hvað getur gerst, ég ætla ekki að útiloka neitt.“

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×