Fótbolti

Sara spilaði allan leikinn er Wolfsburg komst á toppinn

Dagur Lárusson skrifar
Sara Björg spilaði allan leikinn.
Sara Björg spilaði allan leikinn. vísir/getty
Sara Björg Gunnarsdóttir spilaði allan leikinn í liði Wolfsburg í 3-2 sigri liðsins á Freiburg í þýska kvennaboltanum í dag.

 

Það var vitað mál fyrir leikinn að með sigri myndi Wolfsburg komast upp fyrir Bayern og í efsta sæti deildarinnar.

 

Það var hinsvegar heimaliðið sem náði forystunni í þessum leik en þar var á ferðinni Starke en markið kom strax á þriðju mínútu. Wolfsburg var hinsvegar ekkert að tvínóna við hlutina og jafnaði leikinn aðeins sex mínútum síðar með marki frá Harder og var staðan 1-1 í hálfleiknum.

 

Í seinni hálfleiknum náði Wolfsburg síðan að skora tvö mörk, það fyrra á 68. mínútu og það seinna á 85. mínútu en mörkin skoruðu Wolter og Pajor. Freiburg náði að klóra í bakkann í blálokin en það var ekki nóg. Lokastaðan 3-2 og Wolfsburg komið í efsta sætið en Sara Björg spilaði allan leikinn á miðjunni.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×