Enski boltinn

Rakel skaut Reading í undanúrslit

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Rakel í leik með Reading
Rakel í leik með Reading vísir/getty
Rakel Hönnudóttir var hetja Reading í átta liða úrslitum ensku bikarkeppninnar í fótbolta kvenna. Hún skoraði sigurmarkið gegn Manchester United á lokamínútu framlengingar.

Leikurinn var markalaus að 90 mínútnum loknum og því þurfti að framlengja.

Gestirnir frá Manchester skoruðu fyrsta markið í framlengingunni og það var Alex Greenwood sem gerði það. Remi Allen jafnaði hins vegar þremur mínútum seinna og jafnt í hálfleik framlengingarinnar.

Aftur komst Manchester United yfir, í þetta skipti með sjálfsmarki í upphafi seinni hálfleiks. En aftur jafnaði Reading aðeins örfáum mínútum seinna.

Leikurinn var á leið í vítaspyrnukeppni þegar íslenska landsliðskonan skoraði þriðja mark Reading og tryggði sæti í undanúrslitum keppninnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×