Enski boltinn

City mætir Brighton í undanúrslitunum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Þessi heimagerði bikar gæti verið sá eini sem Brighton fagnar með í ár, andstæðingurinn í undanúrslitunum hefði ekki getað verið erfiðari
Þessi heimagerði bikar gæti verið sá eini sem Brighton fagnar með í ár, andstæðingurinn í undanúrslitunum hefði ekki getað verið erfiðari vísir/getty
Manchester City mætir Brighton í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar í fótbolta. Dregið var nú rétt í þessu.

Brighton varð síðasta liðið til þess að tryggja sig inn í undanúrslitin með sigri á Millwall í vítaspyrnukeppni í dag.

Dregið var strax að loknum leik Brighton og Millwall og fékk Brighton erfiðasta andstæðinginn í pottinum, Englandsmeistara Manchester City.

Hin viðureignin er leikur Watford og Wolves.

Undanúrslitin fara fram á Wembley, líkt og úrslitaleikurinn sjálfur, og verða leikin helgina 6. og 7. apríl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×