Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Sylvía Hall skrifar
Fimmtíu og sex ungmenni undir tvítugu, sem voru á sjúkrahúsinu Vogi í fyrra, höfðu sprautað sig með vímuefnum í æð. Um stækkandi hóp að ræða að sögn yfirlæknis á Vogi sem óttast að regluleg sprautufíkn sé að aukast almennt. Fjallað verður nánar um máliðí kvöldfréttum Stöðvar 2 á eftir.

Samninganefnd Starfsgreinasambandsins skoðar möguleg verkföll ef viðræðum við atvinnurekendur verður slitiðá morgun eins og sambandið hefur hótað að gera. Í fréttatímanum förum við yfir stöðuna í kjaraviðræðum en Samtök atvinnulífsins hafa um helgina ekki lagt fram nýjar hugmyndir í viðræðunum við SGS. Hjá hótelum og rútufyrirtækjum býr fólk sig undir næstu verkfallsaðgerðir síðar í vikunni.

Landhelgisgæslan hefur sinnt þremur þyrluútköllum síðastliðinn sólarhring. Ný þyrla gæslunnar kom til landsins í gær en flugstjóri hjá gæslunni segir að um mikla öryggisbót að ræða auk þess sem afköst muni aukast.

Í fréttatímanum segjum við einnig frá niðurstöðum nýrrar könnunar um afstöðu landsmanna til hvalveiða en samkvæmt henni eru karlar líklegri en konur til að vera hlynntir áframhaldandi veiðum á langreiði.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 og Bylgjunnar í opinni dagskrá klukkan 18:30. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×