Enski boltinn

Sjáðu hvernig Manchester City tók forystuna í eyðslukapphlaupi fótboltans

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sergio Aguero og Raheem Sterling fagna marki hjá Manchester City.
Sergio Aguero og Raheem Sterling fagna marki hjá Manchester City. Getty/Laurence Griffiths
Stærstu knattspyrnufélög heimsins eyða gríðarlegum upphæðum í nýja leikmenn og alltaf meira og meira en hverju ári.

Það er því mjög fróðlegt að skoða hvaða félög eru að eyða mestum peningi í leikmenn og hvernig það hefur þróast á síðustu þremur áratugum.

Fólkið á BetGOAT hefur lagt mikla vinnu í að útbúa mjög athyglisverða tímalínu þar sem kemur fram hvaða fótboltafélag í heiminum hefur eytt mestum peningi í að styrkja lið sitt með nýjum leikmönnum.

Tímalínan hefst á 1991-92 tímabilinu og byrjar að skoða hvaða félög höfðu þá eytt mestum peningi fram að því tímabili.

Barcelona er þar með yfirburðarforystu og í næstum sætum eru ítölsku félögin Juventus, AC Milan og Internazionale. Manchester United er þá efsta enska félagið og skipar fimmta sætið.

Hér fyrir neðan má síðan sjá hvernig eyðsla eyðslukónga fótboltaheimsins hefur þróast og breyst frá árinu 1991.





Juventus nær fljótlega forystusætinu af Barcelona en svo tekur AC Milan forystuna á miðjum tíunda áratugnum.

Real Madrid nær efsta sætinu um stund en í kringum aldarmótin er það ítalska félagið Internazionale sem er með yfirburðarforystu.

Í kringum 2005 má sjá skyndilega uppkomu Chelsea eftir að rússneski eigandinn Roman Abramovich mætti á Brúnna.

Chelsea er með forystuna fram til 2007/08 þegar Real Marid hrifsar til sín efsta sætið.

Real Madrid er með yfirburði í eyðslu þar til að Manchester City gefur í með nýjum eigendum. City tekur efsta sætið af Real á 2016/7 tímabilinu og hefur haldið því síðan.

Manchester City er nú með yfirburðarforystu yfir eyðlkónga fótboltaheimsins og í næstu sætum eru nú Chelsea og Manchester UNited.

Real Madrid er komið niður í fjórða sætið og næstu félögin eru Barcelona og Paris Saint Germain.

Ítölsku félögin Internazionale, AC Milan og Juventus hafa síðan öll eytt meiru en Liverpool.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×