Erlent

Unglingar létu lífið á Patreksdagsfögnuði

Kjartan Kjartansson skrifar
Lögreglumenn ræða við fjölmiðla vegna slyssins á Greenvale-hótelinu á Norður-Írlandi.
Lögreglumenn ræða við fjölmiðla vegna slyssins á Greenvale-hótelinu á Norður-Írlandi. Vísir/EPA
Þrír unglingar létu lífið í gleðskap sem haldin var á hóteli til heiðurs heilögum Patreki á Norður Írlandi í gærkvöldi. Um tvo drengi var að ræða, sextán og sautján ára, og eina sextán ára stúlku. Vitni segja að örtröð hafi myndast fyrir utan hótelið

Samkvæmið var haldið á Greenvale-hótelinu í bænum Cookstown í Tyrone-sýslu og komust færri að en vildu. Fulltrúi lögreglunnar á Norður-Írlandi segir að orsakir slyssins liggi ekki ljósar fyrir en frásagnir hafi komið fram um troðning í hópi unglinga sem beið eftir að komast inn.

Þá hafa sum vitni sagt frá því að slagsmál hafi brotist út eftir að slysið byrjaði, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC.

Auk þeirra látnu er önnur sextán ára stúlk á gjörgæslu og tveir aðrir unglingar þurftu að leita sér hjálpar á slysadeild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×