Fótbolti

Yfir 60 þúsund áhorfendur á kvennaleik á Spáni settu nýtt heimsmet

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tonni Duggan fagnar seinna marki Barcelona í þessum sögulega leik í gær.
Tonni Duggan fagnar seinna marki Barcelona í þessum sögulega leik í gær. EPA/Kiko Huesca
Áhugi á kvennaknattspyrnu er alltaf að aukast í heiminum og eitt dæmi um það að er einstök mæting á toppslag Atletico Madrid og Barcelona í spænsku kvennadeildinni í gærkvöldi.

60.739 manns mættu á Wanda Metropolitano leikvanginn í Madrid þar sem topplið deildarinnar og meistarar síðustu ára fengu Barcelona í heimsókn.





Þessi frábæra mæting áhorfenda á leikinn þýddi að næstum því hundrað ára heimsmet féll.

Gamla metið yfir bestu aðsókn á kvennaleik félagsliða var frá árinu 1920 þegar 53 þúsund manns mættu á Goodison Park þar sem Dick, Kerr Ladies  spiluðu við St. Helen's Ladies.

Reyndar vildu einhverjir halda því fram að gamla metið hafi verið sett í Mexíkó 2018 þegar 51.211 manns mættu á leik liðanna Monterrey og Tigres.

Þeir hinir sömu viðurkenna þá ekki leikinn í Liverpool fyrir 99 árum síðan en spænski tölfræðingurinn Alexis Martín-Tamayo viðurkennir hins vegar umræddan leik Dick, Kerr Ladies og St. Helen's Ladies. Eitt er víst að um nýtt heimsmet var að ræða.

Áhugi á kvennaíþróttum er greinilega að aukast mikið á Spáni en fyrir nokkrum dögum var einnig sett nýtt met yfir bestu mætingu á kvennakörfuboltaleik sem Mister Chip benti einnig á.





Barcelona sótti þrjú stig til Madrid í leiknum í gær því Börsungar unnu 2-0. Hin nígeríska Asisat Oshoala og enska lansliðskonan Toni Duggan skoruðu mörkin.

Með þessum sigri minnkaði Barcelona forskot Atletico Madrid á toppnum í þrjú stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×