Enski boltinn

Messan: Eins og að mæta 6-0 handboltavörn

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Jóhann Berg Guðmundsson
Jóhann Berg Guðmundsson s2 sport
Jóhann Berg Guðmundsson er að komast aftur á skrið eftir meiðsli á hárréttum tíma fyrir íslenska landsliðið. Strákarnir í Messunni á Stöð 2 Sport ræddu stöðuna í þætti gærkvöldsins.

Í síðustu leikjum hefur Jóhann verið að koma inn á af bekknum fyrir Burnley en hann byrjaði gegn Leicester á laugardaginn. Hann hafði strax áhrif en Harry Maguire fékk beint rautt spjald eftir að hann kom í veg fyrir að íslenski landsliðsmaðurinn kæmist einn á móti markmanni.

„Hann varð að komast heill út úr þessum leik, fín frammistaða,“ sagði Gunnleifur Gunnleifsson.

Íslenska landsliðið hefur undankeppni EM 2020 á föstudag á leik gegn Andorra sem liðið verður að vinna og fer svo í leik gegn heimsmeisturum Frakka á þeirra heimavelli í París á mánudag.

„Hjörvar er búinn að gera alla þjóðina skíthrædda fyrir þennan Andorra leik og við þurfum á öllum okkar mönnum að halda.“

„Ég hef spilað á móti Andorra og það er bara eins og að spila við 6-0 handboltavörn. Algjör martröð,“ sagði Gunnleifur.

Alla umræðuna má sjá hér að neðan.



Klippa: Messan: Martröð að mæta Andorra



Fleiri fréttir

Sjá meira


×