Forseti Landsréttar samþykkti ekki bókun dómstólasýslunnar Sighvatur Jónsson skrifar 18. mars 2019 12:00 Hervör Þorvaldsdóttir er forseti Landsréttar. Vísir Forseti Landsréttar samþykkti ekki bókun stjórnar dómstólasýslunnar á föstudag um fjölgun dómara í Landsrétti eftir dóm Mannréttindadómstóls Evrópu um ólöglega skipan dómara í réttinn. Stjórn dómstólasýslunnar vill að dómsmálaráðuneytið leggi til lagabreytingu um að heimilt verði að fjölga dómurum við Landsrétt, þar sem fjórir dómarar við réttinn geti ekki tekið þátt í dómarastörfum eftir dóm Mannréttindadómstóls Evrópu á dögunum.Í tilkynningu frá stjórninni á föstudag kemur fram að dómstólasýslan leggi ríka áherslu á að áhrif þess að skjóta dómnum til yfirdeildar Mannréttindadómstólsins verði könnuð. Bókun dómstólasýslunnar var samþykkt með fjórum atkvæðum gegn einu. Stundin greindi frá því í morgun að Hervör Þorvaldsdóttir, forseti Landsréttar, hafi greitt atkvæði gegn bókun stjórnar dómstólasýslunnar. Framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar, Ólöf Finnsdóttir, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra, gat ekki veitt fréttastofu viðtal vegna málsins í morgun. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir það vera sína persónulegu skoðun að eðlilegt sé að leita álits yfirdeildar Mannréttindadómstólsins. Áður en stjórnvöld taki ákvörðun þurfi að skoða allar hliðar málsins. Helga Vala Helgadóttir er formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.vísir/vilhelm Varnaðarorð dómstólasýslunnar Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins, tekur undir bókun dómstólasýslunnar. „Sem áður starfandi lögmaður verð ég að taka undir þau varnaðarorð sem koma frá dómstólasýslunni, þetta er fagfólk sem veit hvað það er að reka dómsmál. Stundum ráðleggur maður sínum umbjóðendum að staldra við og vega hagsmunina. Nú þarf aðeins að staldra við og athuga hvort við getum ekki tekið höndum saman um að koma þessu í lag svo að almenningur í landinu þurfi ekki að búa við þá óvissu sem uppi er varðandi Landsrétt,“ segir Helga Vala. Á þingfundi sem hefst klukkan 14 er aðeins eitt mál á dagskrá, umræða um viðbrögð stjórnvalda við dómi Mannréttindadómstóls Evrópu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flytur skýrslu um málið og fulltrúar allra stjórnmálaflokka á þingi taka til máls. Áætlað er að umræðan vari í um tvær klukkustundir. Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
Forseti Landsréttar samþykkti ekki bókun stjórnar dómstólasýslunnar á föstudag um fjölgun dómara í Landsrétti eftir dóm Mannréttindadómstóls Evrópu um ólöglega skipan dómara í réttinn. Stjórn dómstólasýslunnar vill að dómsmálaráðuneytið leggi til lagabreytingu um að heimilt verði að fjölga dómurum við Landsrétt, þar sem fjórir dómarar við réttinn geti ekki tekið þátt í dómarastörfum eftir dóm Mannréttindadómstóls Evrópu á dögunum.Í tilkynningu frá stjórninni á föstudag kemur fram að dómstólasýslan leggi ríka áherslu á að áhrif þess að skjóta dómnum til yfirdeildar Mannréttindadómstólsins verði könnuð. Bókun dómstólasýslunnar var samþykkt með fjórum atkvæðum gegn einu. Stundin greindi frá því í morgun að Hervör Þorvaldsdóttir, forseti Landsréttar, hafi greitt atkvæði gegn bókun stjórnar dómstólasýslunnar. Framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar, Ólöf Finnsdóttir, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra, gat ekki veitt fréttastofu viðtal vegna málsins í morgun. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir það vera sína persónulegu skoðun að eðlilegt sé að leita álits yfirdeildar Mannréttindadómstólsins. Áður en stjórnvöld taki ákvörðun þurfi að skoða allar hliðar málsins. Helga Vala Helgadóttir er formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.vísir/vilhelm Varnaðarorð dómstólasýslunnar Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins, tekur undir bókun dómstólasýslunnar. „Sem áður starfandi lögmaður verð ég að taka undir þau varnaðarorð sem koma frá dómstólasýslunni, þetta er fagfólk sem veit hvað það er að reka dómsmál. Stundum ráðleggur maður sínum umbjóðendum að staldra við og vega hagsmunina. Nú þarf aðeins að staldra við og athuga hvort við getum ekki tekið höndum saman um að koma þessu í lag svo að almenningur í landinu þurfi ekki að búa við þá óvissu sem uppi er varðandi Landsrétt,“ segir Helga Vala. Á þingfundi sem hefst klukkan 14 er aðeins eitt mál á dagskrá, umræða um viðbrögð stjórnvalda við dómi Mannréttindadómstóls Evrópu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flytur skýrslu um málið og fulltrúar allra stjórnmálaflokka á þingi taka til máls. Áætlað er að umræðan vari í um tvær klukkustundir.
Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira