Handbolti

Dómstóll HSÍ hafnaði kröfum Fjölnis

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Fjölnir spilar í Grill 66 deildinni.
Fjölnir spilar í Grill 66 deildinni. vísir/ernir
Úrslit undanúrslitaleiks Fjölnis og Vals í Coca Cola bikar karla í handbolta standa eftir að dómstóll HSÍ hafnaði kröfum Fjölnis um að lokamark Vals í venjulegum leiktíma yrði þurrkað út.

Fjölnir var einu marki yfir í leiknum þegar fimm sekúndur voru eftir. Þá braut leikmaður Fjölis af sér, fékk rautt spjald og Valur víti. Valsmenn skoruðu úr vítinu og tryggðu sér framlengingu sem þeir svo unnu.

Í skýrslu dómara leiksins að honum loknum kom fram að eftir á að hyggja þætti þeim rauða spjaldið líklega rangur dómur og var það staðfest í úrskurði aganefndar HSÍ.

Fjölnir kærði framkvæmd leiksins og aðalkrafa Fjölnis var að mark Vals yrði þurrkað út en til vara að leikurinn yrði endurtekinn.

Dómstóll HSÍ tók málið fyrir og var kröfum Fjölnis hafnað.

„[...] er engin heimild til að verða við kröfum kæranda og er þeim öllum hafnað,“ sagði í dómsúrskurðinum.

Allan dóminn má lesa hér.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×