Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Andri Eysteinsson skrifar
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 segjum við frá því að meira en helmingi fleiri unglingar, yngri en 18 ára, höfðu sprautað sig með vímuefnum í æð árið 2018 miðað við síðustu ár. Forstjóri Barnaverndarstofu segir þetta mikið áhyggjuefni. Neysla ungmenna á aldrinum 18 til 20 ára er orðin harðari á Íslandi.

Við segjum frá skotárásinni í Utrecht í Hollandi í dag en íslensk kona sem býr í grennd við vettvanginn árásarinnar segir það ógnvænlega upplifun hversu nærri svona atburður á sér stað.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra kynnti fyrir þingheimi viðbrögð stjórnvalda vegna Landsréttarmálsins. Nýskipaður dómsmálaráðherra er enn þeirrar skoðunar að mikilvægt sé að láta reyna á þau sjónarmið sem ríkið hélt uppi fyrir Mannréttindadómstólnum í landsréttarmálinu. Það hafi hins vegar ekki verið tekin endanleg ákvörðun um að vísa málinu til yfirréttar dómstólsins.

Við kynnum okkur raka og mygluskemmdir og segjum frá því að úttekt er hafin vegna mögulegrar myglu í Seljaskóla.

Þá sjáum við alíslenskan álbíl sem hefur verið í vinnslu undanfarin ár. Bíllinn er nú tilbúinn og verður sýndur almenningi á morgun. Við tökum forskot á sæluna og skoðum bílinn í fréttatímanum sem er tilbúinn til fjöldaframleiðslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×