Ferðamenn lentu í miklum ógöngum eftir að hafa fylgt GPS-tæki framhjá tveimur lokunum Birgir Olgeirsson skrifar 19. mars 2019 13:34 Frá Hrafnseyrarheiði. Vísir/Egill Björgunarsveitarmenn á Þingeyri þurftu að sækja bandarískt par yfir Hrafnseyrarheiði sem hafði hunsað lokanir og festist á milli snjóflóða. Formaður björgunarsveitarinnar segir parið einfaldlega hafa hlýtt skipunum GPS-leiðsögutækisins sem sagði því að fara yfir Hrafnseyrar- og Dynjandisheiðar þó svo að vegirnir um þær séu lokaðir stóran hluta vetrarins. Greint var fyrst frá málinu í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins. Parið hringdi í neyðarlínuna upp úr klukkan sex í gærkvöldi en þá hafði það ekið yfir Hrafnseyrarheiði og ætlað sér yfir Dynjandisheiði en vegurinn um hana hafi verið ófær. Parið ætlaði þá aftur til Þingeyrar en þá hafði snjóflóð lokað veginum um Hrafnseyrarheiði. Kristján Gunnarsson, formaður Björgunarsveitarinnar Dýra á Þingeyri, segir í samtali við Vísi veginn um Hrafnseyrarheiði alla jafnan lokaðan yfir veturinn en hann hafi verið opnaður af starfsmönnum sem vinna að gerð Dýrafjarðarganga fyrir um viku síðan til að geta komið mat og vistum til starfsmanna sem eru staðsettir í Arnarfirði. Vegurinn var því fær þegar parið fór yfir hann í gær en Kristján segir parið í raun hafa hunsað tvær lokanir þar sem vegfarendum er tilkynnt á ensku að vegurinn um Hrafnseyrarheiði sé ófær.Vegurinn yfir Hrafnseyrarheiði tengir saman Dýrafjörð og Arnarfjörð. Dýrafjarðargöng munu leysa þann veg af í náinni framtíðinni.Map.isSnjóflóðið sem lokaði heiðinni féll í Prestagili en þrír björgunarsveitarmenn lögðu af stað upp heiðina. Þegar að snjóflóðinu var komið fóru tveir úr bílnum og gengu til móts við bandaríska parið. Parið tók farangur sinn og skildi bílinn eftir, bílaleigubíll af gerðinni Dasia Duster, og gekk með björgunarsveitarmönnunum yfir snjóflóðið.Lítil flóð féllu á meðan björgunarsveitarmenn voru á heiðinni Á meðan björgunarsveitarmennirnir gengu að bandaríska parinu féllu lítil snjóflóð úr hlíðinni þar sem þriðji björgunarsveitarmaðurinn beið. Kristján Gunnarsson segir stöðuna hafa verið þannig að björgunarsveitarmennirnir hefðu einnig geta í raun fests á milli snjóflóða en til allrar hamingju gerðist það ekki í þetta skiptið. Félagar úr Björgunarsveitinni Sæbjörg á Flateyri biðu fyrir neðan svæðið til að vera björgunarsveitarmönnunum innan handar ef eitthvað kæmi fyrir. Bandaríska parið hafði gist á Flateyri og var ferjað þangað. Það tók björgunarsveitarmennina um þrjá tíma að ná parinu niður af heiðinni. Kristján á ekki von á því að bílaleigubíllinn verði sóttur í bráð. Það hefur snjóað stöðugt á Þingeyri í dag og heiðin því ófær og óvíst hvenær vegurinn verður opnaður aftur.Alltof algengt Hann segir það alltof algengt að ferðamenn hunsi viðvaranir um lokanir á vegum. „Við erum að lenda oft í þessu. Ferðamennirnir hlýða GPS-tækjunum í einu og öllu sem segir þeim að þetta sé stysta leiðin til að komast hringinn um Vestfirði og það er ekki tekið tillit til færðar,“ segir Kristján. Hann segir að þeir aðilar sem bjóða ferðamönnum upp á gistingu verði að taka það á sig að leiðbeina þeim um færð á vegum. „Þeir mættu spyrja þá mátulega, án þess að vera njósna um fólkið, út í ferðir þeirra og hvetja til þess að kanna upplýsingar um færð á vegum á vef Vegagerðarinnar.“ Dýrafjarðargöng Ferðamennska á Íslandi Ísafjarðarbær Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira
Björgunarsveitarmenn á Þingeyri þurftu að sækja bandarískt par yfir Hrafnseyrarheiði sem hafði hunsað lokanir og festist á milli snjóflóða. Formaður björgunarsveitarinnar segir parið einfaldlega hafa hlýtt skipunum GPS-leiðsögutækisins sem sagði því að fara yfir Hrafnseyrar- og Dynjandisheiðar þó svo að vegirnir um þær séu lokaðir stóran hluta vetrarins. Greint var fyrst frá málinu í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins. Parið hringdi í neyðarlínuna upp úr klukkan sex í gærkvöldi en þá hafði það ekið yfir Hrafnseyrarheiði og ætlað sér yfir Dynjandisheiði en vegurinn um hana hafi verið ófær. Parið ætlaði þá aftur til Þingeyrar en þá hafði snjóflóð lokað veginum um Hrafnseyrarheiði. Kristján Gunnarsson, formaður Björgunarsveitarinnar Dýra á Þingeyri, segir í samtali við Vísi veginn um Hrafnseyrarheiði alla jafnan lokaðan yfir veturinn en hann hafi verið opnaður af starfsmönnum sem vinna að gerð Dýrafjarðarganga fyrir um viku síðan til að geta komið mat og vistum til starfsmanna sem eru staðsettir í Arnarfirði. Vegurinn var því fær þegar parið fór yfir hann í gær en Kristján segir parið í raun hafa hunsað tvær lokanir þar sem vegfarendum er tilkynnt á ensku að vegurinn um Hrafnseyrarheiði sé ófær.Vegurinn yfir Hrafnseyrarheiði tengir saman Dýrafjörð og Arnarfjörð. Dýrafjarðargöng munu leysa þann veg af í náinni framtíðinni.Map.isSnjóflóðið sem lokaði heiðinni féll í Prestagili en þrír björgunarsveitarmenn lögðu af stað upp heiðina. Þegar að snjóflóðinu var komið fóru tveir úr bílnum og gengu til móts við bandaríska parið. Parið tók farangur sinn og skildi bílinn eftir, bílaleigubíll af gerðinni Dasia Duster, og gekk með björgunarsveitarmönnunum yfir snjóflóðið.Lítil flóð féllu á meðan björgunarsveitarmenn voru á heiðinni Á meðan björgunarsveitarmennirnir gengu að bandaríska parinu féllu lítil snjóflóð úr hlíðinni þar sem þriðji björgunarsveitarmaðurinn beið. Kristján Gunnarsson segir stöðuna hafa verið þannig að björgunarsveitarmennirnir hefðu einnig geta í raun fests á milli snjóflóða en til allrar hamingju gerðist það ekki í þetta skiptið. Félagar úr Björgunarsveitinni Sæbjörg á Flateyri biðu fyrir neðan svæðið til að vera björgunarsveitarmönnunum innan handar ef eitthvað kæmi fyrir. Bandaríska parið hafði gist á Flateyri og var ferjað þangað. Það tók björgunarsveitarmennina um þrjá tíma að ná parinu niður af heiðinni. Kristján á ekki von á því að bílaleigubíllinn verði sóttur í bráð. Það hefur snjóað stöðugt á Þingeyri í dag og heiðin því ófær og óvíst hvenær vegurinn verður opnaður aftur.Alltof algengt Hann segir það alltof algengt að ferðamenn hunsi viðvaranir um lokanir á vegum. „Við erum að lenda oft í þessu. Ferðamennirnir hlýða GPS-tækjunum í einu og öllu sem segir þeim að þetta sé stysta leiðin til að komast hringinn um Vestfirði og það er ekki tekið tillit til færðar,“ segir Kristján. Hann segir að þeir aðilar sem bjóða ferðamönnum upp á gistingu verði að taka það á sig að leiðbeina þeim um færð á vegum. „Þeir mættu spyrja þá mátulega, án þess að vera njósna um fólkið, út í ferðir þeirra og hvetja til þess að kanna upplýsingar um færð á vegum á vef Vegagerðarinnar.“
Dýrafjarðargöng Ferðamennska á Íslandi Ísafjarðarbær Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira