Viðskipti innlent

Ásta Sig­rún ráðin upp­lýsinga­full­trúi at­vinnu­vega­ráðu­neytisins

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Ásta Sigrún Magnúsdóttir hefur starfað fyrir ESA undanfarin ár.
Ásta Sigrún Magnúsdóttir hefur starfað fyrir ESA undanfarin ár. Gunnar Hörður Garðarsson
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur ákveðið að ráða Ástu Sigrúnu Magnúsdóttur sem næsta upplýsingafulltrúa ráðuneytisins.

Þetta kemur fram tölvupósti ráðuneytisins til þeirra 50 umsækjenda sem sóttust eftir stöðunni. Ásta mun taka við starfinu af Þóri Hrafnssyni.

Í póstinum er ferill Ástu Sigrúnar reifaður stuttlega. Hún er fædd árið 1986 og hefur lokið meistaragráðu í alþjóðasamskiptum frá Háskóla Íslands og BA gráðu í fjölmiðla- og menningarfræði frá Queen Margaret University í Edinborg.

Þá hefur Ásta Sigrún starfað undanfarin ár sem upplýsingafulltrúi Eftirlitsstofnunar EFTA, ESA, sem staðgengill samskiptastjóra.

Ásta Sigrún hefur jafnframt reynslu af því að starfa sem blaðamaður og varafréttastjóri hérlendis, til að mynda á DV. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×