Pressa á bæði Liverpool og Manchester City í þessari titilbaráttu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. mars 2019 09:30 Georginio Wijnaldum reynir að skilja að þá Sadio Mane og Fernandinho í leik Liverpool og Manchester City fyrr á þessu tímabili. Getty/Rich Linley Sky Sports fékk tvo fyrrum leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni til að ræða það hvort það væri meiri pressa á annaðhvort Liverpool eða Manchester City á lokasprettinum í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Liverpool er með eins stigs forskot á Manchester City á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og spennan er mikil í titilbaráttunni fyrir leiki helgarinnar. Gary Rowett og Darren Bent voru mættir í The Debate á Sky Sports til að segja sína skoðun á hvoru liðin pressan væri meiri. Sky Sports segir frá. Gary Rowett er einnig fyrrum stjóri Birmingham, Derby og Stoke og honum finnst vera pressa á bæði Liverpool og Manchester City í þessari titilbaráttu. Liverpool hefur augljóslega þurft að bíða í 29 ár eftir titlinum sem kallar á pressu nú þegar liðið er komið í dauðafæri en á móti en mikil pressa á Manchester City að mati Rowett vegna þess hve miklum peningi félagið hefur eytt í leikmenn á síðustu árum.NEWS: More pressure on Liverpool or City? (via Sky Sports) https://t.co/Jn5QaxABVd — FWP Liverpool (@FWPLiverpool) February 28, 2019„Það verður alltaf pressa á Liverpool að vinna eitthvað því félagið hefur beðið svo lengi eftir titlinum,“ sagði Gary Rowett og bætti við: „Pressan er samt á báðum liðum. Manchester City hefur líklega eytt meiru í leikmenn en nokkuð annað félag á síðustu sjö til átta tímabilum og það er því pressa á þeim að halda Englandsmeistaratitlinum,“ sagði Rowett. „Það er einmitt þetta sem gerir þetta að svo áhugaverðu kapphlaupi og frábærum lokaspretti á tímabilinu. Titillinn gæti endað á báðum stöðum,“ sagði Rowett. Darren Bent hefur líka sterkar skoðanir á stöðunni en hann er á því að Manchester City hafi meira hungur í annan titil en enska meistaratitilinn. „Ég tel að það sé meiri pressa á City liðinu að vinna Meistaradeildina en að vinna enska meistaratitilinn aftur,“ sagði Darren Bent. „Miðað við alla þessa peninga sem félagið hefur eytt á síðustu árum, auk þess að fara að ná í Pep Guardiola þá hlýtur félagið að horfa sérstaklega til þess að vinna Meistaradeildina í fyrsta sinn,“ sagði Bent, „Ef við myndum spyrja stuðningsmann Manchester City um hvorn titilinn þeir myndu vilja vinna, þá svara þeir Meistaradeildin. Það væri síðan öfugt ef við myndum spyrja stuðningsmenn Liverpool því þeir vilja frekar vinna ensku deildina,“ sagði Bent. „Það er vissulega pressa á Manchester City að vinna ensku deildina en meirihluti pressunnar og einbeitingarinnar innan liðsins hlýtur að vera á því að vinna Meistaradeildina,“ sagði Bent. Enski boltinn Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Sjá meira
Sky Sports fékk tvo fyrrum leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni til að ræða það hvort það væri meiri pressa á annaðhvort Liverpool eða Manchester City á lokasprettinum í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Liverpool er með eins stigs forskot á Manchester City á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og spennan er mikil í titilbaráttunni fyrir leiki helgarinnar. Gary Rowett og Darren Bent voru mættir í The Debate á Sky Sports til að segja sína skoðun á hvoru liðin pressan væri meiri. Sky Sports segir frá. Gary Rowett er einnig fyrrum stjóri Birmingham, Derby og Stoke og honum finnst vera pressa á bæði Liverpool og Manchester City í þessari titilbaráttu. Liverpool hefur augljóslega þurft að bíða í 29 ár eftir titlinum sem kallar á pressu nú þegar liðið er komið í dauðafæri en á móti en mikil pressa á Manchester City að mati Rowett vegna þess hve miklum peningi félagið hefur eytt í leikmenn á síðustu árum.NEWS: More pressure on Liverpool or City? (via Sky Sports) https://t.co/Jn5QaxABVd — FWP Liverpool (@FWPLiverpool) February 28, 2019„Það verður alltaf pressa á Liverpool að vinna eitthvað því félagið hefur beðið svo lengi eftir titlinum,“ sagði Gary Rowett og bætti við: „Pressan er samt á báðum liðum. Manchester City hefur líklega eytt meiru í leikmenn en nokkuð annað félag á síðustu sjö til átta tímabilum og það er því pressa á þeim að halda Englandsmeistaratitlinum,“ sagði Rowett. „Það er einmitt þetta sem gerir þetta að svo áhugaverðu kapphlaupi og frábærum lokaspretti á tímabilinu. Titillinn gæti endað á báðum stöðum,“ sagði Rowett. Darren Bent hefur líka sterkar skoðanir á stöðunni en hann er á því að Manchester City hafi meira hungur í annan titil en enska meistaratitilinn. „Ég tel að það sé meiri pressa á City liðinu að vinna Meistaradeildina en að vinna enska meistaratitilinn aftur,“ sagði Darren Bent. „Miðað við alla þessa peninga sem félagið hefur eytt á síðustu árum, auk þess að fara að ná í Pep Guardiola þá hlýtur félagið að horfa sérstaklega til þess að vinna Meistaradeildina í fyrsta sinn,“ sagði Bent, „Ef við myndum spyrja stuðningsmann Manchester City um hvorn titilinn þeir myndu vilja vinna, þá svara þeir Meistaradeildin. Það væri síðan öfugt ef við myndum spyrja stuðningsmenn Liverpool því þeir vilja frekar vinna ensku deildina,“ sagði Bent. „Það er vissulega pressa á Manchester City að vinna ensku deildina en meirihluti pressunnar og einbeitingarinnar innan liðsins hlýtur að vera á því að vinna Meistaradeildina,“ sagði Bent.
Enski boltinn Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Sjá meira