Fótbolti

LA Galaxy afhjúpaði styttu af Beckham

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Beckham-hjónin sitja fyrir með styttunni
Beckham-hjónin sitja fyrir með styttunni vísir/getty
Los Angeles Galaxy afhjúpaði styttu af David Beckham fyrir utan heimavöll sinn fyrir opnunarleik þeirra í MLS deildinni í nótt.

Beckham spilaði fimm tímabil í búningi Galaxy á seinni hluta ferils hans og vann hann titilinn tvisvar á þessum fimm árum.

Styttan er sú fyrsta sinnar tegundar í MLS deildinni en það er algeng hefð í Evrópu að byggja styttur af fyrrum hetjum félaga fyrir utan vellina.

Beckham sagði að þetta væri „draumur að rætast“ við afhjúpunina.

Zlatan Ibrahamovic skoraði sigurmark leiksins gegn Chicago Fire með skalla á 80. mínútu, en leikar enduðu 2-1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×