Innlent

10 til 15 þúsund Íslendinga með skerta heyrn

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Alþjóðadagur heyrnar er í dag en markmið er að vekja athygli á mikilvægi heyrnar og heyrnarverndar.
Alþjóðadagur heyrnar er í dag en markmið er að vekja athygli á mikilvægi heyrnar og heyrnarverndar. Vísir/Vilhelm
Fimmtán til tuttugu þúsund Íslendingar eru með skerta heyrn og þurfa heyrnabætandi aðgerðir. Forstjóri heyrnar- og talmeinastöðvarinnar eða HTÍ segir að Íslendingar bregðist allt of seint við þegar heyrnin byrjar að gefa sig.

Alþjóðadagur heyrnar er í dag en markmið er að vekja athygli á mikilvægi heyrnar og heyrnarverndar. Í ár er lögð áhersla á hve mikilvægt það er að fólk láti mæla í sér heyrnina og í tilefni dagsins mældi Heyrnar og -talmeinastöð Íslands eða HTÍ heyrnina í ráðamönnum við Alþingishúsið.

Um 15-20 þúsund Íslendingar eru með skerta heyrn og þurfa heyrnarbætandi aðgerðir til að lifa óheftu lífi. Kristján Sverrisson, forstjóri HTÍ, segir að með öldrun þjóðarinnar fari þessi tala hratt vaxandi. Það bíði flestir allt of lengi með að láta mæla í sér heyrnina. Það sé gríðarlega mikilvægt að bregðast fljótt við heyrnartapi til að minnka afleiðingarnar en skert heyrn getur haft áhrif á heilastarfsemina.

Þá kynnti alþjóðaheilbrigðismálastofnunin nýtt heyrnarmælinga-snjallforrit í dag þar sem auðveldlega er hægt að mæla hvort heyrnin er í lagi og var forritið kynnt fyrir alþingismönnum í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×