„Við erum á réttri leið en það gengur allt of hægt“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. mars 2019 20:44 „Við erum á réttri leið en það gengur allt of hægt.“ Þetta segir Kristalina Georgieva, starfandi forseti Alþjóðabankans, sem stödd er hér á landi en á málþingi sem fram fór í dag kynnti hún niðurstöður nýrrar skýrslu á vegum Alþjóðabankans sem fjallar um konur, viðskipti og lög. (e. Women, Business and the Law 2019). „Í meðalhagkerfi í heiminum í dag hafa konur aðeins þrjá fjórðu þeirra réttinda sem karlar njóta. Og ef við förum upp um fimm stig á tíu ára tímabili, þá tæki það fimmtíu ár að loka kynjabilinu.“ Hún segir einkum þrennt vera jákvætt við niðurstöður skýrslunnar. Í fyrsta lagi það að það eru þegar nokkur ríki þar sem 100% jafnrétti hefur verið náð gagnvart lögum og fleiri ríki komast þar ansi nálægt. Ísland er þeirra á meðal en Norðurlönd eru fremst í fylkingu hvað þetta varðar. Það sem vantar uppá hér á landi til að fá fullt hús stiga snýr að skýrum lífeyrisréttindum á því tímabili sem börn eru í dagvistun. Í öðru lagi séu framfarir að eiga sér stað á mikilvægum svæðum sem hafa verið aftarlega á merinni. „Eins og hvað varðar rétt kvenna til að eiga eignir og réttinn til að velja sér starfsvettvang. Og þrátt fyrir þetta eru konur kerfisbundið aftar körlum í öllum heimshlutum,“ segir Georgieva. Í þriðja lagi leiðir skýrslan í ljós að framfarir hafi orðið alls staðar í heiminum. Á sama tíma séu Miðausturlönd og Norður-Afríka þó það svæði þar sem hvað lengst er í land. „Þar hafa konur innan við helming þeirra réttinda sem karlar hafa,“ segir Georgieva. „Helstu skilaboðin eru þau að við getum ekki stuðlað að friðsælum heimi nema með því að nýta krafta alls fólks, karla og kvenna,“ segir Georgieva. Hún segir það markmið Alþjóðabankans að leitast við að draga úr fátækt og í því sambandi sé meðal annars afar mikilvægt að efla menntun stúlkna. „Við viljum að stúlkur alist upp í heimi þar sem þær geta ráðið því hvenær þær giftist, hverjum þær giftist, hvenær þær eignist börn, hvar þær vinni og hvort þær vilji stofna fyrirtæki.“ Jafnréttismál Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Fleiri fréttir Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Sjá meira
„Við erum á réttri leið en það gengur allt of hægt.“ Þetta segir Kristalina Georgieva, starfandi forseti Alþjóðabankans, sem stödd er hér á landi en á málþingi sem fram fór í dag kynnti hún niðurstöður nýrrar skýrslu á vegum Alþjóðabankans sem fjallar um konur, viðskipti og lög. (e. Women, Business and the Law 2019). „Í meðalhagkerfi í heiminum í dag hafa konur aðeins þrjá fjórðu þeirra réttinda sem karlar njóta. Og ef við förum upp um fimm stig á tíu ára tímabili, þá tæki það fimmtíu ár að loka kynjabilinu.“ Hún segir einkum þrennt vera jákvætt við niðurstöður skýrslunnar. Í fyrsta lagi það að það eru þegar nokkur ríki þar sem 100% jafnrétti hefur verið náð gagnvart lögum og fleiri ríki komast þar ansi nálægt. Ísland er þeirra á meðal en Norðurlönd eru fremst í fylkingu hvað þetta varðar. Það sem vantar uppá hér á landi til að fá fullt hús stiga snýr að skýrum lífeyrisréttindum á því tímabili sem börn eru í dagvistun. Í öðru lagi séu framfarir að eiga sér stað á mikilvægum svæðum sem hafa verið aftarlega á merinni. „Eins og hvað varðar rétt kvenna til að eiga eignir og réttinn til að velja sér starfsvettvang. Og þrátt fyrir þetta eru konur kerfisbundið aftar körlum í öllum heimshlutum,“ segir Georgieva. Í þriðja lagi leiðir skýrslan í ljós að framfarir hafi orðið alls staðar í heiminum. Á sama tíma séu Miðausturlönd og Norður-Afríka þó það svæði þar sem hvað lengst er í land. „Þar hafa konur innan við helming þeirra réttinda sem karlar hafa,“ segir Georgieva. „Helstu skilaboðin eru þau að við getum ekki stuðlað að friðsælum heimi nema með því að nýta krafta alls fólks, karla og kvenna,“ segir Georgieva. Hún segir það markmið Alþjóðabankans að leitast við að draga úr fátækt og í því sambandi sé meðal annars afar mikilvægt að efla menntun stúlkna. „Við viljum að stúlkur alist upp í heimi þar sem þær geta ráðið því hvenær þær giftist, hverjum þær giftist, hvenær þær eignist börn, hvar þær vinni og hvort þær vilji stofna fyrirtæki.“
Jafnréttismál Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Fleiri fréttir Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Sjá meira