Enski boltinn

Jafntefli í baráttunni um Sheffield

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Það náði enginn að skora mark í Sheffield í kvöld
Það náði enginn að skora mark í Sheffield í kvöld vísir/getty
Sheffield United missteig sig í baráttunni um úrvalsdeildarsæti með því að gera jafntefli við nágranna sína í Sheffield Wednesday í ensku B-deildinni í kvöld.

Þetta er þriðji slagurinn um Sheffield sem endar í jafntefli.

Aðeins eitt skot kom á markið í fyrri hálfleik og var það skalli frá Gary Madine en markvörður Wednesday varði frá honum.

Besta færi leiksins fengu heimamenn í Wednesday þegar Sam Hutchinson náði skoti eftir frábæra fyrirgjöf Rolando Aarons en skotið var beint á Dean Henderson í markinu.

United er nú tveimur stigum á eftir Leeds og fjórum stigum frá toppliði Norwich þegar öll hafa spilað 35 leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×