Innlent

Opinn fundur um laxeldi og áhrif þess á villta laxastofna

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá eldiskvíum á Patreksfirði.
Frá eldiskvíum á Patreksfirði. Vísir/Egill Aðalsteinsson.
Opinn umræðufundur um laxeldi á verður á veitingastaðnum Sólon (2. hæð) í kvöld klukkan 20. Þar munu takast á, þeir Ólafur I. Sigurgeirsson, lektor við Hólaskóla, og Jóhannes Sturlaugsson líffræðingur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Verndarsjóði villtra laxastofna.

Þeir Ólafur og Jóhannes eru á öndverðum meiði hvað laxeldi varðar. Þeir gerðu báðir ítarlegar athugasemdir við frumvarp sjávarútvegsráðherra um breytingu á ýmsum lagaákvæðum sem tengjast fiskeldi.

Gagnrýndi Ólafur meðal annars áhættumat Hafrannsóknarstofnunar sem hann taldi gera of mikið úr hættunni af erfðablöndun við villta laxastofna. Jóhannes lagði á hinn bóginn áherslu á að hættan af erfðablöndun væri síst ofmetin.

Á fundinum munu þeir Ólafur og Jóhannes gera grein fyrir sjónarmiðum sínum, svara fyrirspurnum og taka þátt í umræðum fundargesta.

Verndarsjóður villtra laxastofna, NASF, boðar til fundarins og verður hægt að nálgast streymi af honum á Vísi klukkan 20.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×