Innlent

Efast um að nokkur maður myndi taka eftir verkfalli hótelforstjóra

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, efast um að nokkur maður tæki eftir því ef hótelforstjóri færi í verkfall.
Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, efast um að nokkur maður tæki eftir því ef hótelforstjóri færi í verkfall.
Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, setti fram hugleiðingu þess efnis hvort einhver myndi finna fyrir því ef forstjóri hótels myndi fara í sólahringsverkfall í ljósi þeirra miklu áhrifa sem verkfall hótelþerna hefur haft á starfsemi hótelanna. Henni finnst launin ekki endurspegla þann veruleika.

Halldóra setti fram hugleiðingar sínar í stöðuuppfærslu á Facebook í ljósi frétta af verkfallsaðgerðum hótelþerna sem hófst klukkan tíu í morgun og lýkur að miðnætti.

Halldóru finnst vinnudeilurnar snúast um það hvernig við metum ýmis störf í samfélaginu.

„Það væri áhugavert að sjá hvort sólarhringsverkfall hótelforstjóra eða nokkurra annarra forstjóra myndi setja samfélagið á hliðina. Ég efast um að nokkur myndi taka eftir því,“ segir Halldóra.

Henni finnst of mikið gert úr áhrifum verkfallsins á afkomu ferðamannaiðnaðarins í fjölmiðlum. „Eins og öll ábyrgðin á stöðugleikanum falli á herðar láglaunakvenna frekar en á herðar stjórnvalda.“

Hún segir að stjórnvöld hafi getað hlustað á verkalýðshreyfinguna og lagt fram alvöru tillögur til úrbóta en að stjórnvöld hafi kosið að gera það ekki.


Tengdar fréttir

Verkföll heilmikið áfall fyrir hótelin

Verkfall hótelþerna í Eflingu mun valda því að þjónusta hótela skerðist. Fólk í hótelgeiranum segir aðgerðirnar þegar hafa valdið tjóni og óttast frekari verkföll. Formaður Eflingar segir þá sem styðja raunverulega kvenréttindabaráttu hljóti að fagna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×