Enski boltinn

Jorginho: Ég fer ekki út að borða með Sarri og rölti ekki um heima hjá honum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jorginho í leik með Chelsea.
Jorginho í leik með Chelsea. vísir/getty
Jorginho, miðjumaður Chelsea, segir að hann hafi ekkert sérstakt samband við stjóra Chelsea, Maurizio Sarri, og hann sé bara einn af leikmönnum liðsins.

Miðjumaðurinn, sem fæddist í Brasilíu en spilar fyrir landslið Ítalíu, hefur verið nefndur lykilmaður í leikkerfi Sarri og margir hafa nefnt að hann sé svokallaður „gulldrengur“ Sarri. Jorginho er ekki á sama máli.

„Ég er ekki sérstakur. Sambandið mitt milli Sarri er fullkomnlega eðlilegt,“ sagði Jorginho í samtali við The Guardian. „Ég fer ekki út að borða með honum og rölta ekki um heima hjá honum.“

„Ég er bara leikmaður sem getur hjálpað honum að gera hlutina sem hann vill fá fram. Hann öskrar á mig þegar hlutirnir eru ekki gerðir réttir, eins og allir aðrir. Ég er ekki hans gulldrengur.“







Jorginho hefur ekki náð að hrífa stuðningsmenn liðsins og þeir hafa verið ósáttir við spilamennsku miðjumannsins, sér í lagi upp á síðkastið. Hann var baulaður af velli á dögunum.

„Stuðningsmennirnir hafa rétt á að hafa sína skoðun og hugsa eins og þeir vilja. Það gefur mér einnig kraft til þess að fá þá til þess að breyta þessi skoðun á mér.“

„Ég vil sýna þeim afhverju Sarri líkar vel við mig, að ég sé góður leikmaður og þeir hafa rangt fyrir sér að hafa þetta viðhorft gagnvart mér en ég hafði aldrei áhyggjur.“

„Þrátt fyrir að ég samþykki þessar skoðanir þá deili ég þeim ekki með þeim. Ég virði þeirra skoðanir og hlusta og reyni að gera mitt besta. Ég vissi að þetta yrði erfitt og ég læri af mínum mistökum,“ sagði Jorginho í þessu ítarlega viðtali.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×