Erlent

Veiðimönnum bjargað af ísjaka í Erie-vatni

Andri Eysteinsson skrifar
Skjáskot/Google Maps
46 veiðimönnum var bjargað af ísjaka sem brotnað hafði frá ströndu Catawba-eyjar og hafði rekið út á Erie-vatn. AP greinir frá.

Strandgæsla, bæði í Bandaríkjunum og í Kanada fengu tilkynningar um stóran hóp fólks sem væri hjálparþurfi á jakanum. Þyrlur, sem sendar voru sendar frá borginni Detroit, og þrýstiloftsbátar voru notaðir til að koma fólkinu til bjargar. 

Tveir veiðimannanna voru færðir á sjúkrahús. Talið er að í kringum eitt hundrað manns hafi komist á land af sjálfsdáðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×