Lífið

„Að stórum hluta eru flytjendur því miður ekki hæfir til að flytja lögin“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Bubbi liggur aldrei á skoðunum sínum.
Bubbi liggur aldrei á skoðunum sínum. vísir/ Vilhelm
„Söngvakeppnin líður fyrir það að stórum hluta eru flytjendur því miður ekki hæfir til að flytja lögin en lögin eru nánast öll b+,“ segir tónlistarmaðurinn ástsæli Bubbi Morthens á Twitter um Söngvakeppnina þar sem framlag Íslands í Eurovision verður valið og tekur sigurvegarinn þátt í Eurovision í Tel Aviv.

„Þetta er mín skoðun ég dáist hins vegar af kjarkinum og trúnni en við verðum að fara gera alvöru kröfur um lög og flytjendur.“

Fimm lög eru komin áfram í úrslitakvöldið í Söngvakeppninni og verða þau öll flutt 2.mars í Laugardalshöllinni.

Lögin sem keppa á lokakvöldinu eru:

Hatari – Hatrið mun sigra

Friðrik Ómar – Hvað ef ég get ekki elskað

Hera Björk – Moving On

Tara Mobee – Fighting For Love

Kristina Bærendsen - Ég á mig sjálf








Fleiri fréttir

Sjá meira


×