Enski boltinn

Bauð öllu kvennaliðinu hjá Arsenal út að borða í London

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Petr Cech.
Petr Cech. EPA/ANDY RAIN
Karlalið Arsenal er ekki að berjast um titlana á þessu tímabili en aðra sögu er að segja af kvennaliði félagsins.

Petr Cech er á sínu síðasta tímabili með Arsenal enda orðinn 36 ára gamall og kominn yfir sitt besta.

Petr Cech kann hins vegar að meta góðan árangur kvennaliðs Arsenal og sýndi það í verki á dögunum.

Á meðan leikmenn karlaliðs Arsenal frá mjög há laun er ekki sömu sögu að segja af leikmönnum kvennaliðsins.

Petr Cech ákvað að bjóða öllu kvennaliðinu hjá Arsenal út að borða í London til að verðlauna þær fyrir góðan árangur á þessu tímabili.

Arsenal er tveimur stigum á eftir toppliði Manchester City í ensku úrvalsdeildinni en á tvo leiki til góða. Þá eru þær komnar í sinn sjöunda úrslitaleik í enska deildabikarnum á átta árum.

Úrslitaleikurinn í enska deildabikarnum fer fram um helgina en Arsenal mætir þar einmitt Manchester City.

Stelpurnar í Arsenal-liðinu voru þakklátar fyrir gott boð og skemmtilegt kvöld og notuðu margar myllumerkið #manofhisword eða „maður orða sinna“ á samfélagmiðlum.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×