Vildi myrða Demókrata og fjölmiðlamenn Gunnar Reynir Valþórsson og Samúel Karl Ólason skrifa 21. febrúar 2019 08:45 Hér má sjá vopnabúr Hasson. Vísir/AP Christopher Paul Hasson, yfirmaður í Strandgæslu Bandaríkjanna, hefur verið handtekinn og er grunaður um að leggja á ráðin um hryðjuverk í heimalandi sínu. Lögreglan komst á snoðir um ráðabruggið og þegar húsleit var gerð heima hjá manninum, sem býr í Maryland, fannst heilt vopnabúr með fjölda riffla og smærri skotvopna. Hann var ákærður fyrir vegna brota á fíkniefnalöggjöf og skotvopnalöggjöf en saksóknarar í Maryland segja þær ákærur einungis „toppinn á ísjakanum“.Hasson, sem segist vera Hvítur Þjóðernissinni hafði samið lista af fólki sem hann ætlaði að ráðast gegn og var þar um að ræða framámenn í Demókrataflokknum bandaríska og fjölmiðlamenn, samkvæmt AP fréttaveitunni.Alls fundust fimmtán skotvopn á heimili Hasson og minnst þúsund byssukúlur. Þá fannst einnig mikið magn stera. Hann er sagður hafa dáðst mjög að norska morðingjanum Anders Behring Breivik en óljóst er hvað fólst í áætlunum hans eða hversu langt þær voru komnar þegar hann var handtekinn. Hann hafði einnig lýst yfir aðdáun sinni á Rússlandi. „Ég lít til Rússlands með vonaraugum eða annarra landa sem fyrirlíta vestrænt frjálslyndi,“ skrifaði Hasson.Vildi verða sér út um efnavopn Hasson skrifaði annan tölvupóst þar sem hann tók saman lista sinn yfir skotmörk og ræddi meðal annars efnavopnaárás. Hvernig hann gæti útvegað sér efnavopn eða hráefni til að framleiða efnavopn. Í tölvupóstinum skrifaði hann einnig að hann dreymdi um að myrða næstum því alla jarðarbúa. Hann skrifaði einnig tölvupóst til leiðtoga nýnasistasamtaka þar sem hann sagðist hafa verið þjóðernissinni í rúm 30 ár og hvatti hann til „hnitmiðaðs ofbeldis“ til að skapa „hvítt heimaland“. Saksóknarar segja að netsaga Hasson sýni að hann hafi meðal annars leitað að upplýsingum um hvaða Demókratar þættu frjálslyndastir, hvort þeir nytu verndar lífvarðasveitar forseta Bandaríkjanna (Secret Service) og hvort Hæstaréttardómarar Bandaríkjanna nytu mikillar verndar. Þá skoðaði hann mikið af bókmenntum sem lofa Rússland og nýnasisma. Meðal þeirra sem voru á lista hans, sem hann skrifaði í Excel, voru Nancy Pelosi forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, Chuck Schumer leiðtogi Demókrataflokksins í öldungadeildinni, Kirsten Gillibrand, Elizabeth Warren og Cory Booker, en öll þrjú eru þingmenn og sækjast eftir tilnefningu Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar 2020. Á listanum mátti einnig finna John Podesta framkvæmdastjóra forsetaframboðs Hillary Clinton, Alexandria Ocasio-Cortez þingkonu, Maxine Waters þingkonu, Beto O‘Rourke forsetaframbjóðanda, og nöfn fjölmiðlamannanna Chris Hayes, Joe Scarboroguh, Chris Cuomo og Van Jones. Bandaríkin Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Fleiri fréttir Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Sjá meira
Christopher Paul Hasson, yfirmaður í Strandgæslu Bandaríkjanna, hefur verið handtekinn og er grunaður um að leggja á ráðin um hryðjuverk í heimalandi sínu. Lögreglan komst á snoðir um ráðabruggið og þegar húsleit var gerð heima hjá manninum, sem býr í Maryland, fannst heilt vopnabúr með fjölda riffla og smærri skotvopna. Hann var ákærður fyrir vegna brota á fíkniefnalöggjöf og skotvopnalöggjöf en saksóknarar í Maryland segja þær ákærur einungis „toppinn á ísjakanum“.Hasson, sem segist vera Hvítur Þjóðernissinni hafði samið lista af fólki sem hann ætlaði að ráðast gegn og var þar um að ræða framámenn í Demókrataflokknum bandaríska og fjölmiðlamenn, samkvæmt AP fréttaveitunni.Alls fundust fimmtán skotvopn á heimili Hasson og minnst þúsund byssukúlur. Þá fannst einnig mikið magn stera. Hann er sagður hafa dáðst mjög að norska morðingjanum Anders Behring Breivik en óljóst er hvað fólst í áætlunum hans eða hversu langt þær voru komnar þegar hann var handtekinn. Hann hafði einnig lýst yfir aðdáun sinni á Rússlandi. „Ég lít til Rússlands með vonaraugum eða annarra landa sem fyrirlíta vestrænt frjálslyndi,“ skrifaði Hasson.Vildi verða sér út um efnavopn Hasson skrifaði annan tölvupóst þar sem hann tók saman lista sinn yfir skotmörk og ræddi meðal annars efnavopnaárás. Hvernig hann gæti útvegað sér efnavopn eða hráefni til að framleiða efnavopn. Í tölvupóstinum skrifaði hann einnig að hann dreymdi um að myrða næstum því alla jarðarbúa. Hann skrifaði einnig tölvupóst til leiðtoga nýnasistasamtaka þar sem hann sagðist hafa verið þjóðernissinni í rúm 30 ár og hvatti hann til „hnitmiðaðs ofbeldis“ til að skapa „hvítt heimaland“. Saksóknarar segja að netsaga Hasson sýni að hann hafi meðal annars leitað að upplýsingum um hvaða Demókratar þættu frjálslyndastir, hvort þeir nytu verndar lífvarðasveitar forseta Bandaríkjanna (Secret Service) og hvort Hæstaréttardómarar Bandaríkjanna nytu mikillar verndar. Þá skoðaði hann mikið af bókmenntum sem lofa Rússland og nýnasisma. Meðal þeirra sem voru á lista hans, sem hann skrifaði í Excel, voru Nancy Pelosi forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, Chuck Schumer leiðtogi Demókrataflokksins í öldungadeildinni, Kirsten Gillibrand, Elizabeth Warren og Cory Booker, en öll þrjú eru þingmenn og sækjast eftir tilnefningu Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar 2020. Á listanum mátti einnig finna John Podesta framkvæmdastjóra forsetaframboðs Hillary Clinton, Alexandria Ocasio-Cortez þingkonu, Maxine Waters þingkonu, Beto O‘Rourke forsetaframbjóðanda, og nöfn fjölmiðlamannanna Chris Hayes, Joe Scarboroguh, Chris Cuomo og Van Jones.
Bandaríkin Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Fleiri fréttir Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Sjá meira