Þurrkaði sig upp eftir svall Potter-áranna Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. febrúar 2019 10:28 Áhorfendur fylgdust með þeim Daniel Radcliffe, Rupert Grint og Emmu Watson vaxa úr grasi á hvíta tjaldinu í hlutverkum sínum sem Harry Potter, Ron Weasley og Hermione Granger. Vísir/Getty Leikarinn Daniel Radcliffe segist hafa drukkið áfengi í ótæpilegu magni, árin sem frægðarsól hans reist hæst við gerð kvikmyndanna um galdrastrákinn Harry Potter. Hann lýsti því í viðtalsþættinum Off Camera, sem sjá má hér að neðan, að á unglingsárunum hafi hann átt í erfiðleikum með að takast á við frægðina. Þrátt fyrir að Radcliffe segist átta sig á því í dag að þetta hafi eflaust verið ímyndun á sínum tíma, hafi honum liðið eins og fylgst væri með honum. „Í mínu tilfelli var auðveldasta leiðin til að gleyma því að viðstaddir væru að fylgjast með þér var að verða mjög drukkinn,“ segir Radcliffe. Það hafi aðeins orðið til þess að skapa vítahring. „Þegar ég var orðinn mjög drukkinn áttaði ég mig á því að fólkið í kringum mig var farið að veita mér enn meiri athygli, því ég var orðinn svo drukkinn, og þess vegna ákvað ég að drekka enn meira til að hætta að hugsa um það.“Edrú síðan 2013 Radcliffe segir að áfengisdrykkja sín hafi verið hvað mest í tengslum við gerð kvikmyndarinnar um Blendingsprinsinn, en hann fór með hlutverk Harry Potter í átta kvikmyndum á árunum 2001 til 2011. Myndirnar nutu ómældra vinsælda og lýsir Radcliffe gríðarlegu álagi sem fylgdi því að fara með titilhlutverkið í kvikmyndabálknum. Til að mynda hafi verið gerð sú krafa að hann væri alltaf hamingjusamur. Fólk í hans stöðu eigi að vera þakklátt fyrir það að vera í frábæru starfi og þéna vel. „En allt í einu hugsar maður: Bíddu, ef ég er að finna fyrir mannlegri tilfinningu eins og depurð, er ég þá að gera eitthvað rangt? Er ég ekki góður í því að vera frægur?“ segir Radcliffe. Leikarinn lagði flöskuna á hilluna árið 2013, eftir ráðleggingar frá leikurum og öðrum nákomnum. „En að lokum var þetta mín ákvörðun. Ég vaknaði einn morguninn eftir skrall og hugsaði með mér: Þetta er orðið ágætt,“ segir Radcliffe. Hluta af viðtali leikarans við þáttastjórnanda Off Camera má nálgast hér að neðan. Bíó og sjónvarp Einu sinni var... Mest lesið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Fleiri fréttir Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Sjá meira
Leikarinn Daniel Radcliffe segist hafa drukkið áfengi í ótæpilegu magni, árin sem frægðarsól hans reist hæst við gerð kvikmyndanna um galdrastrákinn Harry Potter. Hann lýsti því í viðtalsþættinum Off Camera, sem sjá má hér að neðan, að á unglingsárunum hafi hann átt í erfiðleikum með að takast á við frægðina. Þrátt fyrir að Radcliffe segist átta sig á því í dag að þetta hafi eflaust verið ímyndun á sínum tíma, hafi honum liðið eins og fylgst væri með honum. „Í mínu tilfelli var auðveldasta leiðin til að gleyma því að viðstaddir væru að fylgjast með þér var að verða mjög drukkinn,“ segir Radcliffe. Það hafi aðeins orðið til þess að skapa vítahring. „Þegar ég var orðinn mjög drukkinn áttaði ég mig á því að fólkið í kringum mig var farið að veita mér enn meiri athygli, því ég var orðinn svo drukkinn, og þess vegna ákvað ég að drekka enn meira til að hætta að hugsa um það.“Edrú síðan 2013 Radcliffe segir að áfengisdrykkja sín hafi verið hvað mest í tengslum við gerð kvikmyndarinnar um Blendingsprinsinn, en hann fór með hlutverk Harry Potter í átta kvikmyndum á árunum 2001 til 2011. Myndirnar nutu ómældra vinsælda og lýsir Radcliffe gríðarlegu álagi sem fylgdi því að fara með titilhlutverkið í kvikmyndabálknum. Til að mynda hafi verið gerð sú krafa að hann væri alltaf hamingjusamur. Fólk í hans stöðu eigi að vera þakklátt fyrir það að vera í frábæru starfi og þéna vel. „En allt í einu hugsar maður: Bíddu, ef ég er að finna fyrir mannlegri tilfinningu eins og depurð, er ég þá að gera eitthvað rangt? Er ég ekki góður í því að vera frægur?“ segir Radcliffe. Leikarinn lagði flöskuna á hilluna árið 2013, eftir ráðleggingar frá leikurum og öðrum nákomnum. „En að lokum var þetta mín ákvörðun. Ég vaknaði einn morguninn eftir skrall og hugsaði með mér: Þetta er orðið ágætt,“ segir Radcliffe. Hluta af viðtali leikarans við þáttastjórnanda Off Camera má nálgast hér að neðan.
Bíó og sjónvarp Einu sinni var... Mest lesið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Fleiri fréttir Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Sjá meira