Enski boltinn

Koulibaly svíkur líklega ekki Napoli með því að fara til Juventus

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Kalidou Koulibaly átti slæmt gærkvöld.
Kalidou Koulibaly átti slæmt gærkvöld. getty/Tullio Puglia
Kalidou Koulibaly, miðvörður Napoli, fer að öllum líkindum ekki til Juventus þegar að hann ákveður að yfirgefa núverandi félag að sögn umboðsmanns hans. Hann er of tengdur Napoli og gæti því varla farið til erkifjendanna.

Þessi 27 ára gamli miðvörður er einn sá eftirsóttasti í sinni stöðu í Evrópuboltanum en hann hefur vakið athygli hjá Napoli síðan að hann gekk í raðir liðsins árið 2014.

Hann er reglulega orðaður við vistaskipti til Englands en Manchester United er til að mynda sagt áhugasamt um að fá hann í sínar raðir næsta sumar.

„Koulibaly til Juventus? Hann er svakalega tengdur Napoli, bæði fólkinu, félaginu og um fram allt borginni,“ segir Bruno Satin, umboðsmaður hans, í útvarpsviðtali en Sky Sports greinir frá.

„Ég held að hann myndi aldrei svíkja Napoli og fara til Juventus en gleymum því ekki að þetta eru atvinnumenn. Ef menn fá tækifæri til að spila á stærsta sviðinu þá hlusta menn sama þó að ég segi að hann sé vel tengdur Napili,“ segir Bruno Satin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×