Enski boltinn

Klopp sektaður um sjö milljónir króna

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Klopp ræddi málin við Friend í leikslok á London Stadium
Klopp ræddi málin við Friend í leikslok á London Stadium vísir/getty
Jurgen Klopp þarf að greiða sjö milljónir króna í sekt fyrir ummæli sem hann lét falla um Kevin Friend eftir leik Liverpool og West Ham fyrr í febrúarmánuði.

Liverpool gerði 1-1 jafntefli við West Ham í Lundúnum. Sadio Mane kom Liverpool yfir í fyrri hálfleik en sjónvarpsupptökur sýndu að James Milner var rangstæður í uppbyggingu marksins.

Eftir leikinn sagði Klopp að dómarinn hlyti að hafa fengið að vita það í hálfleik að markið hafi verið í rangstöðunni því margar ákvarðanir dómarans hafi verið skrítnar.

„Ég heyrði að markið okkar hafi verið rangstaða og það útskýrir seinni hálfleikinn, því ég held dómarinn hafi vitað þetta í hálfleik. Það kom mikið af skrítnum ákvörðunum, ekkert sem breytti leiknum en þær tóku takinn úr honum og það hjálpaði okkur ekki,“ sagði Klopp.

Þegar enska knattspyrnusambandið ákærði Klopp fyrir ummælin sagði það hann hafa sett heiðarleika dómaranna í vafa með þessum ummælum.

Klopp var sektaður um 45 þúsund pund, sem eru rétt rúmar 7 milljónir íslenskra króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×