Erlent

Gítarleikari The Monkees látinn

Kjartan Kjartansson skrifar
Tork á tónleikum með The Monkees í Atlantic-borg í október árið 2016.
Tork á tónleikum með The Monkees í Atlantic-borg í október árið 2016. Vísir/Getty
Peter Tork, gítarleikari rokkhljómsveitarinnar The Monkees, lést í dag, 77 ára að aldri. Tork greindist með sjaldgæfa tegund krabbameins fyrir um tíu árum en hélt engu að síður áfram að fást við tónlist fram undir það síðasta.

Sokkabandsár The Monkees voru á 7. áratugnum. Tork hætti í sveitinni árið 1968 og lagði hún upp laupana tveimur árum síðar. Hann tók þátt í tónleikum hennar þegar hún kom aftur saman, síðast árið 2016. Hann gaf út sólóblúsplötuna „Relax Your Mind“ í fyrra, að sögn tímaritsins Variety.

Talsmaður hljómsveitarinnar greindi frá fráfalli Tork í dag. Ekki kom fram hvert banamein hans var.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×