Íslenski boltinn

Jón Rúnar: Ábyrgð og verkefni hjálpa félögunum til frambúðar

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Jón Rúnar stígur til hliðar eftir 14 ára formennsku
Jón Rúnar stígur til hliðar eftir 14 ára formennsku s2 sport
Jón Rúnar Halldórsson hætti í gær sem formaður FH. Hann hafði verið við stjórnina síðan 2005.

„Ég hef alltaf vaknað á daginn og haldið það að á kvöldi dags hafi ég verið búinn að gera eitthvað gang. Allt gert til þess að koma fótboltanum, íþróttum og umhverfinu á betri stað,“ sagði Jón Rúnar við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.

„Ég hef mjög oft, og er jafnvel enn, ekki endilega sammála þeirri stefnu sem þeir [Knattspyrnusamband Íslands] hafa verið að taka. Ég vil veg félaganna betri og áhrif félaganna meiri.“

„Það er það sem mun hjálpa félögunum til frambúaðar, að hafa ábyrgð og verkefni.“

Jón Halldór segist ekki ætla að segja skilið við fótboltann en ætlar þó ekki að sitja bak við tjöldin í Kaplakrika.

Allt viðtalið má heyra hér að neðan.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×