Enski boltinn

Ferguson velkomið að mæta og halda ræðu í klefanum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Norðmaðurinn var léttur á blaðamannafundinum í morgun.
Norðmaðurinn var léttur á blaðamannafundinum í morgun. vísir/getty
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Man. Utd, segist ekki ætla að feta í fótspor Sir Alex Ferguson og standa í sálfræðistríði fyrir leik liðsins gegn Liverpool um helgina.

Solskjær segir þó að Ferguson sé meira en velkominn til þess að mæta inn í klefa fyrir leik og hvetja leikmenn liðsins til dáða.

„Ég held að Klopp sé ekkert að fara að lesa það sem ég er að segja. Ég er ekki að fara að lesa það sem hann hefur að segja,“ sagði Solskjær.

„Ferguson er svo sannarlega velkominn til þess að spjalla við strákana fyrir leik. Við vitum allir hvað það skipti hann miklu máli að hafa betur í þessum leikjum.“

United tapaði 3-1 fyrir Liverpool á Anfield í desember og það tap reyndist vera síðasti naglinn í kistu Jose Mourinho.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×