Enski boltinn

Sjáðu umdeilt mark Hernandez og upprúllun Watford

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Skalli, hendi?
Skalli, hendi? vísir/getty
Watford rúllaði yfir Cardiff og West Ham vann Fulham í föstudagsleikjum í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöld.

Gerard Deuofeu skoraði fyrstu þrennu Watford í efstu deild á þessari öld í 5-1 sigri Watford. Troy Deeney skoraði hin tvö mörk Watford.

Sol Bamba skoraði sárabótamark fyrir Cardiff en Aron Einar Gunnarsson kom ekkert við sögu í leiknum.

Í Lundúnum skoraði Javier Hernandez umdeilt jöfnunarmark fyrir West Ham eftir að Ryan Babel hafði komið gestunum í Fulham yfir.

Issa Diop og Michail Antonio sáu svo um að tryggja West Ham sigurinn.

Allt það helsta úr leikjunum tveimur má sjá hér að neðan.

Cardiff - Watford 1-5
Klippa: FT Cardiff 1 - 5 Watford
West Ham - Fulham 3-1
Klippa: FT West Ham 3 - 1 Fulham



Fleiri fréttir

Sjá meira


×