Körfubolti

Jón Axel náði sögulegri þrennu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Jón Axel Guðmundsson er einn besti leikmaður Davidson-skólans.
Jón Axel Guðmundsson er einn besti leikmaður Davidson-skólans. vísir/getty
Jón Axel Guðmundsson fór á kostum í bandaríska háskólaboltanum í nótt og náði í fyrstu þrennu Davidson í 46 ár.

Davidson vann 75-66 sigur á Rhode Island í nótt og Jón Axel átti 20 af stigum Davidson. Hann bætti við það 10 fráköstum og 10 stoðsendingum og náði sér því í þrennu.

Þetta var í fyrsta skipti sem leikmaður Davidson fær þrennu síðan árið 1973 samkvæmt frétt Karfan.is. Hana setti John Falconi þegar hann skoraði 17 stig, 12 fráköst og 11 stoðsendingar.

Jón Axel setti 11 vítaskot og skoraði níu stig úr opnum leik, öll af þriggja stiga línunni. Ein af þessum körfum var ótrúlegur flautuþristur frá miðju.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×