Enski boltinn

Mikilvæg þrjú stig Leeds

Anton Ingi Leifsson skrifar
Leedsarar fagna marki Patrick Bamford í dag.
Leedsarar fagna marki Patrick Bamford í dag. vísir/getty
Leeds vann mikilvægan sigur á botnbaráttuliði Bolton, 2-1, er liðin mættust á Ellan Road í 33. umferð ensku B-deildarinnar í dag.

Patrick Bamford kom Leeds yfir á sextándu mínútu en hann skoraði úr vítaspyrnu en gestirnir jöfnuðu sex mínútum síðar með marki Mark Beevers.

Það var svo á 68. mínútu sem sigurmarkið var skorað en það var Makedóníumaðurinn Ezgjan Alioski sem skoraði markið. Lokatölur afar mikilvægur 2-1 sigur Leeds.

Leeds er eftir sigurinn með 64 stig í öðru sæti B-deildarinnar en liðið er tveimur stigum á Norwich sem vann 3-2 sigur á Bristol í dag.

Í þriðja sætinu er svo Sheffield United með 61 stig sem gæti þó komist upp fyrir Leeds síðar í dag vinni liðið WBA á útivelli. Þeir hafa, eftir leikinn í dag, leikið einum leik fleiri en Leeds.

Birkir Bjarnason var ónotaður varamaður er Aston Villa gerði 1-1 jafntefli við Stoke á útivelli en Aston Villa er um miðja deild.

Jón Daði Böðvarsson var ekki í leikmannahóp Reading sem gerði sömuleiðis 1-1 jafntefli er þeir spiluðu við Rotherham. Reading er í 21. sætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×