Lífið

Colman í sjokki þegar hún tók við Óskarnum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Olivia Colman vann verðlaun fyrir besta  leikkona í aðalhlutverki.
Olivia Colman vann verðlaun fyrir besta leikkona í aðalhlutverki.
Bretinn Olivia Colman fékk í nótt Óskarinn sem besta leikkonan fyrir frammistöðu sína sem Anna drottning í kvikmyndinni The Favorite.

Colman hafði hlotið mikið lof fyrir frammistöðu sína í aðdraganda hátíðarinnar en leikkonan bjóst greinilega ekki við því að hreppa styttuna að þessu sinni og mátti glögglega sjá það á viðbrögðum hennar.

Colman var því himinlifandi þegar hún veitti styttunni viðtöku í nótt.

„Þetta er í alvöru mjög stressandi,“ sagði Colman í ræðu sinni í Dolby-leikhúsinu í Los Angeles í nótt.

„Þetta er sprenghlægilegt - ég fékk Óskar. Ég verð að þakka fullt af fólki og ef ég gleymi einhverjum mun ég finna ykkur öll á eftir og faðma ykkur fast og innilega,“  sagði Colman en Glenn Close var tilnefnd í sama flokki fyrir hlutverk sitt í myndinni The Wife.

„Þú hefur verið fyrirmynd mín í mörg ár og mér finnst þú algjörlega mögnuð og ég elska þig,“ segir Colmann sem þakkaði einnig umboðsmanni, eiginmanni, foreldrum sínum og börnum.

The Favorite fékk tíu tilnefningar á Óskarnum reyndust þetta vera einu verðlaunin sem myndin hlaut í nótt.

Hér að neðan má sjá ræðu Colman í heild sinni.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×