Lífið

Sjáðu Rami Malek detta af sviðinu á Óskarnum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Malek var valinn besti leikarinn í aðalhlutverki.
Malek var valinn besti leikarinn í aðalhlutverki.
Leikarinn Rami Malek hlaut Óskarsverðlaun á sunnudagskvöldið fyrir frammistöðu sína sem Freddie Mercury í Bohemian Rhapsody og vann hann verðlaunin fyrir besta leikarann í aðalhlutverki.

Malek hélt tilfinningaþrungna ræðu þegar hann veitti verðlaununum viðtöku og vakti ræðan mikla athygli.

Malek lenti í óheppilegu atviki þegar Óskarinn var afstaðinn og hann ætlaði að yfirgefa sviðið en leikarinn datt hreinlega af sviðinu. Atvikið náðist á myndband og má sjá það á Twitter-reikninginum @amourclarissa og hér að neðan.

Sjúkraflutningamenn á svæðinu skoðuðu leikarann eftir slysið en sem betur fer meiddist hann ekki illa.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×