Körfubolti

Sara Rún kemur til Keflavíkur í frábæru formi: Valin leikmaður vikunnar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sara Rún Hinriksdóttir.
Sara Rún Hinriksdóttir. Mynd/Twitter/@MAACHoops
Keflvíkingar geta örugglega ekki beðið eftir því að sjá landsliðskonuna Söru Rún Hinriksdóttur aftur í búningi Keflavíkurliðsins en það syttist nú óðum í endurkomu hennar.

Sara Rún er að klára tímabilið sitt með Cancius liðinu í bandaríska háskólakörfuboltanum en ætlar svo að koma heim og hjálpa kvennaliði Keflavíkur í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn.

Sara Rún er í frábæru formi eins og sést vel á því að hún var kosin besti leikmaður vikunnar í MAAC deildinni. Cancius spilar í MAAC deildinni og er þar í fjórða til áttunda sæti með 8 sigrar og 8 töp í leikjum innan deildarinnar.  





Sara Rún var með 21,0 stig, 8,5 frákös og 4,0 stoðsendingar að meðaltali í tveimur leikjum Cancius í vikunni.

Hún skoraði 18 stig og tók 12 fráköst á moti Siena en var síðan með 24 stig, 5 fráköst og 6 stoðsendingar á móti Monmouth þar sem hún hitti úr öllum fimm þriggja stiga skotum sínum.





Sara Rún er að skora 13,6 stig að meðaltali í vetur auk þess að taka 8,2 fráköst í leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×