Íslenski boltinn

Bjarni Ólafur byrjaður að æfa með Val á ný

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Bjarni Ólafur í leik með Val síðasta sumar
Bjarni Ólafur í leik með Val síðasta sumar vísir/bára
Bjarni Ólafur Eiríksson er byrjaður að æfa aftur með Íslandsmeisturum Vals og eru teikn á lofti um að hann taki annað tímabil með Valsliðinu.

Vefmiðillinn 433.is greinir frá því í dag að Sigurbjörn Hreiðarsson, aðstoðarþjálfari Vals, hafi staðfest að Bjarni Ólafur sé byrjaður að æfa á ný.

Bjarni Ólafur sagði í útvarpsþættinum Fótbolti.net um miðjan febrúar að hann væri líklega hættur í fótbolta.

„Mér finnst frekar leiðinlegt þegar menn segjast vera hættir og koma svo stuttu seinna og segjast ekki vera hættir. Ég ákvað að segja að ég væri í fríi en það er mjög líklegt að ég sé hættur í fótbolta,“ sagði Bjarni.

Bjarni Ólafur verður 37 ára á árinu en hann hefur spilað 315 meistaraflokksleiki fyrir Val. Hann hefur orðið Íslandsmeistari með félaginu síðustu tvö ár sem og árið 2007.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×