Bjarni fer fram á tafarlausa endurskoðun launa bankastjóra Birgir Olgeirsson skrifar 28. febrúar 2019 16:28 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Vísir/Vihelm Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra, hefur farið fram á við stjórn Bankasýslu ríkisins að hún komi því á framfæri við stjórnir Landsbankans og Íslandsbanka með afdráttarlausum hætti að ráðuneytið telji að endurskoða eigi launaákvarðanir æðstu starfsmanna bankanna tafarlaust.Þetta segir Bjarni í bréfi til stjórnar Bankasýslu ríkisins en þar fer hann fram á að brugðist verði við launaskriði æðstu stjórnenda bankanna með undirbúningi á breytingum á starfskjarastefnum sem lagðar verði fram á komandi aðalfundum bankanna. Bjarni segir í bréfi sínu að af svörum bankaráðs Landsbankans og stjórnar Íslandsbanka til Bankasýslunnar, sem bárust í síðastliðinni viku, megi ráða að ákvarðanir um launasetningu sé ekki settar í samhengi við og taki ekki tillit til annarra mikilvægra þátta eigendastefnunnar frá árinu 2017. Þannig hafa laun æðstu starfsmanna sem fjallað er um í svarbréfum bankanna verið ákveðin úr hófi og leiðandi. Er það mat ráðuneytisins að bankarnir hafi með launaákvörðunum fyrir æðstu stjórnendur ekki virt þau tilmæli sem beint var til þeirra í upphafi árs 2017 og sem ítrekuð voru gagnvart nýkjörnum stjórnum síðar það sama ár, þar sem lögð var áhersla á hófsemi og varfærni um launaákvarðanir. „Við þá stöðu verður ekki unað,“ segir Bjarni í bréfi sínu til Bankasýslunnar. Traust og trúnaður verði að geta ríkt á milli þeirra sem falin er stjórn mikilvægra félaga og þeirra stjórnvalda sem bera ábyrgð á starfsemi þeirra sem eigandi. „Launaákvarðanir bankanna hafa nú þegar haft veruleg neikvæð áhrif á orðspor þeirra og þannig valdið þeim skaða, auk þess sem þær sendu óásættanleg skilaboð inn í þær kjaraviðræður sem nú standa yfir.“ Íslenskir bankar Kjaramál Mest lesið Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra, hefur farið fram á við stjórn Bankasýslu ríkisins að hún komi því á framfæri við stjórnir Landsbankans og Íslandsbanka með afdráttarlausum hætti að ráðuneytið telji að endurskoða eigi launaákvarðanir æðstu starfsmanna bankanna tafarlaust.Þetta segir Bjarni í bréfi til stjórnar Bankasýslu ríkisins en þar fer hann fram á að brugðist verði við launaskriði æðstu stjórnenda bankanna með undirbúningi á breytingum á starfskjarastefnum sem lagðar verði fram á komandi aðalfundum bankanna. Bjarni segir í bréfi sínu að af svörum bankaráðs Landsbankans og stjórnar Íslandsbanka til Bankasýslunnar, sem bárust í síðastliðinni viku, megi ráða að ákvarðanir um launasetningu sé ekki settar í samhengi við og taki ekki tillit til annarra mikilvægra þátta eigendastefnunnar frá árinu 2017. Þannig hafa laun æðstu starfsmanna sem fjallað er um í svarbréfum bankanna verið ákveðin úr hófi og leiðandi. Er það mat ráðuneytisins að bankarnir hafi með launaákvörðunum fyrir æðstu stjórnendur ekki virt þau tilmæli sem beint var til þeirra í upphafi árs 2017 og sem ítrekuð voru gagnvart nýkjörnum stjórnum síðar það sama ár, þar sem lögð var áhersla á hófsemi og varfærni um launaákvarðanir. „Við þá stöðu verður ekki unað,“ segir Bjarni í bréfi sínu til Bankasýslunnar. Traust og trúnaður verði að geta ríkt á milli þeirra sem falin er stjórn mikilvægra félaga og þeirra stjórnvalda sem bera ábyrgð á starfsemi þeirra sem eigandi. „Launaákvarðanir bankanna hafa nú þegar haft veruleg neikvæð áhrif á orðspor þeirra og þannig valdið þeim skaða, auk þess sem þær sendu óásættanleg skilaboð inn í þær kjaraviðræður sem nú standa yfir.“
Íslenskir bankar Kjaramál Mest lesið Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira