Enski boltinn

Pep: Afrek út af fyrir sig

Dagur Lárusson skrifar
Pep Guardiola.
Pep Guardiola. vísir/getty
Pep Guardiola, stjóri City, segir það að liðið hans sé í titilbaráttunni annað árið í röð sé stórt afrek út af fyrir sig.

 

Eins og flestir vita fóru Pep Guardiola og hans menn létt með ensku úrvaldeildina á síðasta tímabili og unnu með meira en tuttugu stigum en á þessu tímabili eru deildin hinsvegar mikið jafnari og eru tvö jafnvel þrjú lið í titilbaráttunni.

 

„Ef maður horfir á síðustu fimm eða sex árin og maður lítur á Englandsmeistarana síðustu ára þá eru þeir alltaf í vandræðum tímabilið eftir að þeir unnu titilinn.“

 

„Ekkert af þessum liðum voru með í titilbaráttunni árið eftir. Þeir áttu í raun ekki möguleika, en við erum á sama stað, það er það sem ég er ánægður með á þessu tímabili, þetta er afrek út af fyrir sig.“

 

„Fólk segir að við höfum vanmetið Newcastle til dæmis. Þú ert ekki að vanmeta neinn þegar þú ert aftur kominn í úrslit deildarbikarins og ert ennþá í öllum fjórum keppnunum.“

 

„En auðvitað viljum við vera með í titilbaráttunni út tímabilið. Ef við náum að vinna leikinn á sunnudaginn þá er ég nokkuð sannfærður um það að við verðum þarna út tímabilið, að berjast fyrir því að verða meistarar á ný.“

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×