Innlent

Lögregla framkvæmdi húsleit á átta stöðum í fyrrinótt

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Grunur leikur á að um umfangsmikla brotastarfsemi sé að ræða.
Grunur leikur á að um umfangsmikla brotastarfsemi sé að ræða. Vísir/Vilhelm
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu framkvæmdi húsleit á átta stöðum seint í fyrrinótt og gærmorgun, að því er fram kemur í tilkynningu lögreglunnar. Meðal annars var gerð húsleit á skemmtistað í miðborginni vegna gruns lögreglu um umfangsmikla brotastarfsemi.

Lagði lögreglan hald á gögn, búnað og fjármuni. Jafnframt kemur fram í tilkynningu lögreglunnar að öll málin tengist.

Hafði lögregla afskipti af tuttugu og sex einstaklingum. Tíu þeirra voru síðan færðir til yfirheyrslu á lögreglustöð en sleppt að yfirheyrslum loknum.

Í tilkynningunni segir að rannsókn málsins sé unnin í samvinnu við embætti skattrannsóknarstjóra. Ekki sé hægt að veita meiri upplýsingar um málið að svo stöddu, þar sem það sé á frumstigi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×