Enski boltinn

Cardiff City er ekki sama lið með og án Arons Einars

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Einar Gunnarsson ræðir við Neil Warnock með íslenska skjaldarmerkið á bakinu.
Aron Einar Gunnarsson ræðir við Neil Warnock með íslenska skjaldarmerkið á bakinu. Getty/Stu Forster
Aron Einar er ekki síður mikilvægur velska liðinu Cardiff City í ensku úrvalsdeildinni en hann er fyrir íslenska landsliðið.

Cardiff City hefur enn ekki unnið leik á Arons Einars Gunnarssonar í ensku úrvalsdeildinni í vetur en liðið skorar meira, fær á sig færri mörk og nær í fleiri stig í hverjum leik þegar íslenski landsliðsfyrirliðinn er inn á miðju liðsins.

Aron Einar Gunnarsson og félagar unnu sinn sjöunda leik um helgina þegar liðið vann 2-1 sigur á Southampton. Allir sjö sigrarnir hafa komið í þeim sextán leikjum þar sem Aron hefur verið í byrjunarliðinu hjá Neil Warnock.

Útlitið var ekki bjart í byrjun mótsins þegar Aron Einar gat ekki spilað með liðinu vegna meiðsla. Eftir átta umferðir án Arons Einars var Cardiff liðið í tuttugasta og neðsta sæti deildarinnar með aðeins tvö stig, fjögur mörk og 13 mörk í mínus.

Eftir sigurinn um helgina er Cardiff hins vegar komið með 25 stig og situr í 16. sæti, einu stigi fyrir ofan fallsæti.



Leikir sem Aron Einar Gunnarsson hefur verði í byrjunarliðinu hjá Cardiff:

16 leikir

Stig: 23 (48%)

Stig í leik: 1,4

Árangur: 7 sigrar - 1 jafntefli - 8 töp

Markatala: -7 (20-27)

Leikir sem Aron Einar hefur ekki spilað með Cardiff:

9 leikir

Stig: 2 (7%)

Stig í leik: 0,2

Árangur: 0 sigrar - 2 jafntefli - 7 töp

Markatala: -16 (4-20)

*Aron Einar kom líka inn á sem varamaður í markalausu jafntefli við Crystal Palace.

Mörk skoruð í leik

Aron byrjar: 1,25

Enginn Aron: 0,44

Mörk fengin á sig í leik:

Aron byrjar: 1,69

Enginn Aron: 2,22

Hlutfall stiga í húsi:

Aron byrjar: 48 prósent

Enginn Aron: 7 prósent

Stig að meðaltali í leik:

Aron byrjar: 1,44

Enginn Aron: 0,22




Fleiri fréttir

Sjá meira


×