Erlent

Öllum flugferðum í Belgíu aflýst vegna verkfalls

Kjartan Kjartansson skrifar
Lítið var um að vera á Zaventem-flugvelli í Brussel í morgun.
Lítið var um að vera á Zaventem-flugvelli í Brussel í morgun. Vísir/EPA
Verkfallsaðgerðir þriggja stórra verkalýðsfélaga hafa lamað millilandaflug í Belgíu í dag. Öllum flugferðum hefur verið aflýst fram á kvöld vegna áhrifa verkfallsins á flugumferðarstjórn.

Byrjað var að aflýsa flugferðum klukkan 22 að staðartíma í gærkvöldi og verða engar ferðir til eða frá landinu þangað til klukkan 22 í kvöld.

Verkalýðsfélögin sem standa að allsherjarverkfallinu krefjast þess að laun, bætur og lífeyrir verði hækkuð til að ná því sem þau telja mannsæmandi framfærslu og að hlutfall vinnu og frítíma verði bætt, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC.

Verkfallið raskar einnig samgöngum á landi verulega. Aðeins helmingur áætlaðra lestarferða verður farinn. Þá er búist við röskunum á hluta þjónustu Eurostar-lestarinnar á milli Brussel og London eða París.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×