Enski boltinn

Leeds tók toppsætið af Norwich

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Leikmenn Leeds fagna í kvöld
Leikmenn Leeds fagna í kvöld vísir/getty
Leeds fór aftur á toppinn í ensku B-deildinni eftir sigur á Swansea.

Leeds vann 2-1 sigur með mörkum frá Pontus Janson og Jack Harrison og tók þar með toppsætið af Norwich sem steinlá fyrir Preston North End á Deepdale.

Þetta var í fyrsta skipti síðan í ágúst sem Norwich tapar útileik í deildinni en Kanarífuglarnir voru 2-0 undir í hálfleik. Gestirnir komu sterkari inn í seinni hálfleikinn en Preston hélt út og vann 3-1.

Jón Daði Böðvarsson kom inn undir lok leiks Reading og Blackburn Rovers þegar Nelson Olivera var búinn að skora sigurmark Reading í 2-1 sigrinum.

Reading er nú komið úr fallsæti, er einu stigi fyrir ofan Rotherham.

Birkir Bjarnason sat á varamannabekknum og horfði á Brentford vinna Aston Villa 1-0.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×