Körfubolti

Hoppaði yfir verðlaunaleikkonu í miðjum NBA-leik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Joel Embiid hoppar hér útaf vellinum til að bjarga boltanum.
Joel Embiid hoppar hér útaf vellinum til að bjarga boltanum. AP/Frank Franklin II
Joel Embiid átti flottan leik í sigri Philadelphia 76ers í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en það var þó eitt atvik í leiknum sem stal senunni í Madison Square Garden.

Bæði forráðamenn Philadelphia 76ers og Madison Square Garden tóku örugglega andköf þegar þeir sáu hinn 213 sentímetra miðherja hoppa á eftir boltanum og í fangið á fína fólkinu í dýru sætunum í Madison Square Garden.





Joel Embiid hoppaði yfir verðlaunaleikkonuna Reginu King sem vakti enn meiri athygli á atvikinu. Regina King er meðal annars tilnefnd til Óskarsverðlauna í ár og vann Golden Globe verðlaun fyrir sama hlutverk í myndinni If Beale Street Could Talk.

Reginu King er samt líklega þekktust fyrir að leika eiginkonu Rod Tidwell í myndinni "Jerry Maguire" en hún þakkaði fyirr íþróttahæfileika Joel Embiid eftir leikinn.





„Það er gott að ég bjargaði lífi hennar en því þurfti þá einhver annar að finna fyrir því. Ég biðst afsökunar á því,“ sagði Joel Embiid.  Það var tölfræðingur MSG Network, sem sat við hlið Mike Breen, sem fékk Embiid í fangið. Hann hélt samt áfram leik þrátt fyrir að hafa fengið þennan 113 kílóa risa á sig.

Einhverjir gagnrýndu hann fyrir að taka svona áhættu enda var Philadelphia 76ers þarna fimmtán stigum yfir og hann hefði jafnvel getað endað hjá sér tímabilið.

„Ég kann bara spila á einn hátt og það er að vera á fullu og keppa um alla bolta. Ég mun gera það í hundrað prósent tilfella,“ sagði Joel Embiid.







NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×