Erlent

Vona að teikningar fjöldamorðinga leiði til fórnarlamba

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Little teiknaði andlitsmyndir af fórnarlömbum sínum.
Little teiknaði andlitsmyndir af fórnarlömbum sínum. Vísir/AP
Bandaríska alríkislögreglan, FBI, hefur birt teikningar sem fjöldamorðinginn Samuel Little segir að séu af fórnarlömbum hans. Little hefur játað 93 morð um þver og endilöng Bandaríkin.

Little, nú í fangelsi fyrir þrjú morð á níunda áratug síðustu aldar, einbeitti sér að konum á jaðri samfélagsins, vændiskonum og fíklum, sem oft varð til þess að dauðsföll þeirra voru ekki rannsökuð af yfirvöldum.

Nú þegar hafa yfirvöld tengt fórnarlömb við um helming þeirra morða sem Little hefur játað. Í von um að tengja fórnarlömb við öll morðin sem Little segist hafa framið hefur FBI nú birt teikningar sem Little teiknaði af konunum.

Vonast FBI til þess að fjölskyldumeðlimir eða aðrir sem tengdust fórnarlömbunum geti borið kennsl á þau með hjálp teikninganna, en nú þegar hafa tvo morð verið tengd við Little með hjálp þeirra.

Brotaferill Little hófst á sjöunda áratug síðustu aldar en alls var hann handtekinn 100 sinnum áður en hann var fangelsaður fyrir morðin þrjú, árið 2014.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×