Annar ósigur gæti beðið May á þingi Kjartan Kjartansson skrifar 14. febrúar 2019 12:52 Brexit-harðlínumenn vilja ekki að May forsætisráðherra útiloki að ganga úr ESB án samnings. Vísir/EPA Forysta breska Íhaldsflokkinn reynir nú að sannfæra Brexit-harðlínumenn í flokknum til þess að styðja áform Theresu May forsætisráðherra um viðræður við Evrópusambandið um breytingar á útgöngusamningi hennar. Greidd verða atkvæði um ályktun um framhald viðræðnanna á þingi í dag. Harðlínumennirnir eru sagðir argir yfir því að þeir telja að May hafi látið undan kröfum um að útiloka útgöngu án samnings. Þeir gætu því fellt ályktun í þinginu í dag um stuðning við framhald viðræðna hennar við Evrópusambandið. Ályktunin hefur ekki lagalegt gildi en yrði hún felld væri það annar niðurlægjandi ósigur fyrir May eftir að afgerandi meirihluti þingmanna hafnaði útgöngusamningi hennar í janúar. Ríkisstjórn May varar við því að ef hluti Íhaldsflokksins taki þátt í að fella ályktunina veiki það samningsstöðu hennar í Brussel, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Evrópskir ráðamenn myndu ekki treysta því að hún gæti aflað stuðnings við neinar þær málamiðlanir sem þeir væru tilbúnir að gera við May. Harðast er deilt um svonefnda baktryggingu sem á að koma í veg fyrir að setja þurfi upp hefðbundin landamæri á milli Írlands, sem verður áfram í ESB, og Norður-Írlands, sem er hluti Bretlands, eftir útgönguna. Með baktryggingunni yrði Norður-Írland áfram undir viðskiptareglum ESB á meðan samið væri um framtíðarfyrirkomulag landamæranna. „Án stuðnings þingmanna verður erfiðara fyrir ríkisstjórnina að ná fram þeim breytingum á baktryggingunni sem við vitum að þeir vilja,“ hefur Reuters-fréttastofan eftir heimildarmanni í Downingstræti 10. Einhverjir þingmenn Íhaldsflokksins hafa sakað May um að draga lappirnar og láta tímann líða til þess að reyna að neyða þá til að gera upp á milli útgöngusamnings hennar og útgöngu án samnings sem gæti haft veruleg efnahagsleg skakkaföll í för með sér. Að óbreyttu ganga Bretar úr Evrópusambandinu 29. mars. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Breski seðlabankinn varar við útgöngu án samnings Seðlabankastjóri Bretlands lýsir Brexit án samnings sem efnahagslegu áfalli fyrir landið og mögulega hagkerfi heimsins. 12. febrúar 2019 17:12 May biður um lengri tíma Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, mun óska eftir því við breska þingið að fá lengri tíma til að semja um breytingar á útgöngusamningi við Evrópusambandi, einkum hvað varðar umdeildustu þætti samningsins er varða landamæri Norður-Írlands. Hún hyggist leita til þingsins í vikunni eftir að hafa reynt að sannfæra yfirvöld í Brussel um að gera breytingar fyrirliggjandi samningi á skömmum tíma. 10. febrúar 2019 10:17 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Forysta breska Íhaldsflokkinn reynir nú að sannfæra Brexit-harðlínumenn í flokknum til þess að styðja áform Theresu May forsætisráðherra um viðræður við Evrópusambandið um breytingar á útgöngusamningi hennar. Greidd verða atkvæði um ályktun um framhald viðræðnanna á þingi í dag. Harðlínumennirnir eru sagðir argir yfir því að þeir telja að May hafi látið undan kröfum um að útiloka útgöngu án samnings. Þeir gætu því fellt ályktun í þinginu í dag um stuðning við framhald viðræðna hennar við Evrópusambandið. Ályktunin hefur ekki lagalegt gildi en yrði hún felld væri það annar niðurlægjandi ósigur fyrir May eftir að afgerandi meirihluti þingmanna hafnaði útgöngusamningi hennar í janúar. Ríkisstjórn May varar við því að ef hluti Íhaldsflokksins taki þátt í að fella ályktunina veiki það samningsstöðu hennar í Brussel, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Evrópskir ráðamenn myndu ekki treysta því að hún gæti aflað stuðnings við neinar þær málamiðlanir sem þeir væru tilbúnir að gera við May. Harðast er deilt um svonefnda baktryggingu sem á að koma í veg fyrir að setja þurfi upp hefðbundin landamæri á milli Írlands, sem verður áfram í ESB, og Norður-Írlands, sem er hluti Bretlands, eftir útgönguna. Með baktryggingunni yrði Norður-Írland áfram undir viðskiptareglum ESB á meðan samið væri um framtíðarfyrirkomulag landamæranna. „Án stuðnings þingmanna verður erfiðara fyrir ríkisstjórnina að ná fram þeim breytingum á baktryggingunni sem við vitum að þeir vilja,“ hefur Reuters-fréttastofan eftir heimildarmanni í Downingstræti 10. Einhverjir þingmenn Íhaldsflokksins hafa sakað May um að draga lappirnar og láta tímann líða til þess að reyna að neyða þá til að gera upp á milli útgöngusamnings hennar og útgöngu án samnings sem gæti haft veruleg efnahagsleg skakkaföll í för með sér. Að óbreyttu ganga Bretar úr Evrópusambandinu 29. mars.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Breski seðlabankinn varar við útgöngu án samnings Seðlabankastjóri Bretlands lýsir Brexit án samnings sem efnahagslegu áfalli fyrir landið og mögulega hagkerfi heimsins. 12. febrúar 2019 17:12 May biður um lengri tíma Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, mun óska eftir því við breska þingið að fá lengri tíma til að semja um breytingar á útgöngusamningi við Evrópusambandi, einkum hvað varðar umdeildustu þætti samningsins er varða landamæri Norður-Írlands. Hún hyggist leita til þingsins í vikunni eftir að hafa reynt að sannfæra yfirvöld í Brussel um að gera breytingar fyrirliggjandi samningi á skömmum tíma. 10. febrúar 2019 10:17 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Breski seðlabankinn varar við útgöngu án samnings Seðlabankastjóri Bretlands lýsir Brexit án samnings sem efnahagslegu áfalli fyrir landið og mögulega hagkerfi heimsins. 12. febrúar 2019 17:12
May biður um lengri tíma Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, mun óska eftir því við breska þingið að fá lengri tíma til að semja um breytingar á útgöngusamningi við Evrópusambandi, einkum hvað varðar umdeildustu þætti samningsins er varða landamæri Norður-Írlands. Hún hyggist leita til þingsins í vikunni eftir að hafa reynt að sannfæra yfirvöld í Brussel um að gera breytingar fyrirliggjandi samningi á skömmum tíma. 10. febrúar 2019 10:17